Ívar Kristinn Jasonarson með fína tíma í Svíþjóð graphic

Ívar Kristinn Jasonarson með fína tíma í Svíþjóð

07.08.2020 | höf: Kristín Birna

ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson sem æft hefur og keppt í Svíþjóð samhliða námi, hefur verið að gera góða hluti á keppnisbrautinni að undanförnu.

Hann hljóp 200m í Eskilstuna 16. júlí á 21,95 sek í löglegum vindi +0,9m/sek, tími sem er sá 16. besti í Svíþjóð um þessar mundir. 26. júlí mætti Ívar á spretthlaupsmót í Sundsvall og hljóp 100m á 10,92 sek í löglegum vindi, 1,9m/sek en hann varð annar í riðlinum og hljóp síðar til úrslita á 10,99 sek (+0,8m/s).

Þann 30. júlí hljóp hann til sigurs í 400m hlaupi í Eskilstuna, á tímanum 48,98 sek en tíminn er sá 8. besti í Svíþjóð.  Frábær árangur hjá Ívari.

Ívar keppti síðan í sænsku bikarkeppninni í Gautaborg (Lag SM2020) 6. ágúst bæði í 200m og 400m. Ívar hljóp 200m á 21.96 sek í 0,6m/s mótvindi og varð þriðji og síðar um daginn annar í 400m á 49.05 sek.

Hér fyrir neðan má sjá sænsku afrekaskránna en ef íslenska afrekaskránin er skoðuð er Ívar með hraðasta tíma íslenskra karla bæði í 200m og 400m ef miðað er við árangur í löglegum vindi í 200m og annan hraðasta í 100m.

Sænska afrekaskráin

  • Fríða Rún tók saman

 

X