Íþróttafélag Reykjavíkur

ÍR skokk – byrjendanámskeið í maí

Skokkhópur ÍR

Hlaupum saman út í sumarið!

Langar þig að byrja að hlaupa og vera í góðum félagsskap í leiðinni? Þá er byrjendanámskeið ÍR skokk kjörið fyrir þig.

Fjögurra vikna námskeið hefst mánudaginn 6. maí. Hlaupið verður frá ÍR heimilinu á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30. Námskeiðið hentar byrjendum á öllum aldri og getustigum. Þjálfari hópsins er Sara Björk Lárusdóttir íþróttafræðingur.

Verð er kr. 13.000 kr og innifalið í gjaldinu er skráning í ÍR skokk eftir að námskeiðinu lýkur og út sumarið.

Skráning

X