ÍR-ingar í 2. sæti í heildarstigakeppni á MÍ 15-22 ára graphic

ÍR-ingar í 2. sæti í heildarstigakeppni á MÍ 15-22 ára

18.02.2018 | höf: María Stefánsdóttir

ÍR-ingum tókst ekki að verja titil sinn frá síðasta ári sem Íslandsmeistarar félagsliða, munurinn var þó ekki mikill en HSK/Selfoss sigraði með 328 stigum gegn 302 stigum ÍR-inga. ÍR-ingar sigruðu stigakeppnina í aldursflokkum 16-17 ára pilta, 16-17 ára stúlkna og 18-19 ára stúlkna og urðu í 2. sæti í stigakeppnum 15 ára pilta og  18-19 ára pilta. ÍR hlaut flest verðlaun allra liða 49 talsins, þar af 19 gull, 20 silfur og 10 brons. Af þeim 42 keppendum sem ÍR skráði til leiks bættu 20 sig og flestir í a.m.k. tveimur greinum. Flott hjá þessu unga íþróttafólki og það er engu að kvíða fyrir ÍR á komandi árum.

Á seinni degi mótsins eignaðist ÍR nokkra Íslandsmeistara til viðbótar við þá sem unnu titla á fyrri degi mótsins, en það voru: Einar Andri Víðisson í 1500m 15 ára, Þorvaldur Tumi Baldursson í stangarstökki 16-17 ára en báðir sigruðu sínar greinar með yfirburðum. Andri Már Hannesson varð Íslandsmeistarí í 1500m 18-19 ára og Árni Haukur Árnason sigraði í 60m grindahlaupi á flottum tíma 9,19 sek og var vel fyrstur.

Hjá stúlkunum var hart barist og í 200m 16-17 ára var ÍR sigur og brons en Helga Margrét Haraldsdótti sigraði með nokkrum mun. Í 1500m í sama aldursflokki sigraði Iðunn Björg Arnaldsdóttir og sama gerði 4 x 200m boðhlaupssveitin sem varð 1 sek á undan sveit Breiðabliks í mark. Helga Margrét bætti svo um betur í 60m grindinni sigraði og bætti sig bæði í undanrásum og í úrslitahlaupinu. Hún varð síðan í 2. sæti langstökkinu. Glæsilegt hjá henni. Hildigunnur Þórarinsdóttir sigraði í 60m grindina í 18-19 ára flokki og í langstökki og bætti sig í grindinni. Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal stökk hæsti 3.10m í stöng bætti sig og varð Íslandsmeistari.

Til hamingju ÍR-ingar og þjálfarar, gaman að sjá frábæran árangur, góða baráttu og allar bætingarnar, það segir meira en mörg orð. Næst á dagskrá er Meistaramót aðahluti um næstu helgi en þar býður ÍR keppendum til leiks í Laugardalshöll og hvetjum við sem flesta ÍR-inga til að koma og hvetja sitt lið til dáða.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.

X