ÍR-ingar atkvæðamiklir á bikarkeppni FRÍ 7. ágúst graphic

ÍR-ingar atkvæðamiklir á bikarkeppni FRÍ 7. ágúst

13.08.2021 | höf: ÍR

Bikarkeppni FRÍ 7. ágúst

ÍR ingar lutu í lægra haldi fyrir liði FH í 54. Bikarkeppni FRÍ þann 7. ágúst, en 7 stig skildu liðin eftir harða keppni. ÍR liðið var án nokkurra lykil íþróttamanna þar á meðal þeirra, Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur, Tiönu Óskar Whitworth, Iðunnar Arnaldsdóttur, Andreu Torfadóttur og Bjargar Gunnarsdóttur. Karlaliðið var án Ívars Kristins Jasonarsonar. FH ingurinn María Rún var fjarri góðu gamni þannig að hvorugt lið var mannað sínum allra bestu frjálsíþróttamönnum. Þess má geta að aðeins er keppt á einum degi og því í fáum greinum t.d. ekki í kringlukasti og spjótkasti karla, kúluvarpi kvenna né lengri hlaupum en 1500m.

ÍR ingar urðu bikarmeistarar í 9 greinum og hlutu fern silfurverðlaun.

Sæmundur Ólafsson varð bikarmeistari í 400m, Jökull Bjarkason í 1500m, Dagur Fannar Einarsson í 400m grindahlaupi, Þorvaldur Tumi Baldursson í stangarstökki og Kristján Viktor Kristinsson í kúluvarpi.

Kvenna megin voru það Helga Margrét Haraldsdóttir í 100m, Kr istín Birna Ólafsdóttir í 100m og 400m grindahlaupum og Katarina Ósk Emilsdóttir í kringlukasti.

Í bikarkeppni 15 ára og yngri sem haldin var sama dag, einnig í Kaplakrika, sendi ÍR aðeins stúlknalið til keppni að þessu sinni og hafnaði liðið í 3. Sæti með 28 stig. Bikarmeistari varð Hildur Arna Orradóttir í 1500m. Þá hlaut ÍR ingurinn Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir silfur í 100m og brons í langstökki. Júlía Mekkín Guðjónsdóttir hlaut brons í 80m grindahlaupi og Sóley Kristín Einarsdóttir brons í hástökki og Helga Lilja Eyþórsdóttir brons í spjótkasti og kúluvarpi. Þær Hildur Arna, Þórdís Embla og Helga Lilja bættu allar sinn besta árangur á mótinu.

Nú styttist í annan enda keppnistímabilsins en einhver smærri mót eru á döfinni auk þess sem að vonast er til þess að hægt verði að halda vígslumót á nýja, bláa frjálsíþróttavellinum í Skógarselinu er nær dregur hausti.

X