ÍR-ingar á erlendum vettvangi um helgina graphic

ÍR-ingar á erlendum vettvangi um helgina

02.03.2017 | höf: Kristín Birna

ÍR-ingar eiga tvo keppendur á Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Belgrade 3. – 5. mars. Þetta eru Aníta Hinriksdóttir sem keppir í 800m, en hún æfir nú í Hollandi, og Hlynur Andrésson sem keppir í 3000m hlaupi, en hann stundar nám og æfingar í Bandaríkjunum. Fleiri Íslendingar eru ekki meðal keppenda en Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH náði lágmarki en keppir ekki vegna meiðsla. Ljóst er að þó svo að Ísland eigi aðeins tvo keppendur á mótinu núna þá er bjart framundan í frjálsum á Íslandi og mun fleiri ættu að ná inn á mótið á allra næstu árum. Keppni á EM hefst á morgun, föstudag, og keppir Aníta í undanrásum 800m hlaupsins kl. 10:10 að íslenskum tíma í fyrramálið en Hlynur hleypur 3000m kl. 17:38
Aníta er í 2. riðli af 4 og er þar með besta tímann en hún er með 3. besta tíma og sömuleiðis 3. ársbesta tíma þeirra 18 stúlkna sem hlaupa. Fyrstu 2 í hverjum riðli + 4 bestu tímar fara áfram í undanúrslit sem hlaupin eru á laugardaginn kl. 19:03 en úrslitin fara fram kl. 17:25 á sunnudag, þar hlaupa 6 stúlkur, þrjá bestu úr hvorum undanúrslita riðlinum. Helstu keppinautar Anítu eru hin úkraínska Olha Lyakhova sem hefur hlaupið hraðast 2:00,92 mín og Selina Buchel frá Sviss en hún á 1 sek betri tíma en Aníta. Aðrar stúlkur koma svo fast á hæla þeirra
Hlynur á best 8:06,69 mín sem hann hljóp nýverið og setti um leið Íslandsmet innanhúss en hann keppir með 22 öðrum hlaupurum. Hann er í seinni riðlinum sem ræstur er 17:38 á morgun að íslenskum tíma en 12 fara áfram í úrslit sem hlaupin eru á sunnudag.
Fleiri ÍR-ingar mun spreyta sig á erlendum vettvangi um helgina en Tristan Freyr Jónsson mun etja kappi á skoska meistaramótinu í fjölþrautum ásamt æfingafélögum sínum, þeim Inga Rúnari og Ara Sigþóri sem keppa fyrir Breiðablik og Ísak Óla sem keppir fyrir UMSS
Spennandi dagar framundan í frjálsíþróttunum en Sigurbjörn Árni Arngrímsson mun lýsa Evrópumeistaramótinu í sjónvarpinu.

Á myndinni má sjá þau Anítu Hinriksdóttir og Hlyn Andrésson ásamt Honore þjálfara Anítu (lengst til vinstri) og sjúkraþjálfara Anítu (lengst til hægri)

– Fríða Rún Þórðardóttir tók saman
X