HM í utanvegahlaupum graphic

HM í utanvegahlaupum

11.06.2017 | höf: Kristín Birna

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum fór fram í gær. Þar kepptu þau Elísabet Margreirsdóttir, Þórdís Jóna Hrafnkellsdóttir, Bryndís María Davíðsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Kári Steinn Karlsson, Guðni Páll Pálsson, Daníel Reynsson og Birgir Sævarsson.  Kári Steinn okkar Karlsson kom fyrstur Íslendinga í mark á tímanum 05:21:17 og varð í 65. sæti. Elísabet Margeirsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna í mark á tímanum 06:25:18. Sigurvegarinn í hlaupinu var Spánverjinn Alberto Luis Hernando sem kom í mark á tímanum 04:23:31

Í gær fór einnig fram fyrri dagur Norðurlandamóts unglinga í fjölþrautum og má sjá nánar um það hér á siðunni. Við óskum þeim góðs gengis í dag!

 

X