Hlynur með bætingu graphic

Hlynur með bætingu

28.03.2017 | höf: Kristín Birna

Hlynur Andrésson byrjaði utanhúss tímabilið með bætingu í 1500m á Releigh Relays í Norður Karólínu í Bandaríkjunum um helgina. Hann hljóp á 3:49,19 mín og kom fyrstur í mark, nærri tveimur sekúndum á undan næsta manni. Hlynur átti best 3:50,34 mín síðan í maí 2015 sem þá setti hann í 8. – 9. sæti á íslenskri afrekaskrá. Nú stekkur Hlynur aftur á móti upp í 6. sæti en bestan tíma í þessari vegaleng á Jón Diðriksson, 3:41.65 mín síðan 31. maí 1982. Óskum Hlyni til hamingju með þennan flotta árangur og vonum að allt gangi vel í framhaldi

X