Góður árangur Guðna og Thelmu á Evrópumótinu í köstum graphic

Góður árangur Guðna og Thelmu á Evrópumótinu í köstum

11.03.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Thelma Lind Kristjáns­dótt­ir hafnaði í 9. sæti í kringlukasti 23 ára og yngri á Evr­ópu­mót­inu í kast­grein­um í Leiria í Portúgal í dag. Thelma Lind kastaði 47,52 metra sem er fimmta lengsta kastið henn­ar á ferl­in­um en hún á best 50,42 m síðan árið 2016 en lengst kastaði hún 49,53 m í fyrra.

Guðni Valur Guðnason sigraði kasthóp B með kasti upp á 61,82 m, næstum 1 metra lengra en næsti maður. Kastsería hans var: 57.30m, 58,44m, 57,90m, 59,70m, 61,82m, óg. Árangurinn gefur 1094 stig og er ársbesti árangur Guðna og um metra lengra en hann kastaði lengst í fyrra, 60.94m. Besti árangur Guðna er 63,50m síðan 2015, en þessi árangur nú er hans þriðji besti frá upphafi en næst lengsta kast hans er 3 cm lengra, 61,85m. Í kastgrúppu A var lengsta kastið 66,81m, en árangur Guðna gaf honum 6. – 7. sætið í heildina.

Flott byrjun á sumrinu hjá Thelmu og Guðna Val.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X