Guðni með lágmark á EM graphic

Guðni með lágmark á EM

09.07.2018 | höf: Kristín Birna

Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason var rétt í þessu að bæta sig í kringlukasti þegar hann kastaði 65,53metra á móti í Kaplakrika í kvöld. Guðni Valur átti 63,50metra fyrir mótið í kvöld og er þetta því glæsileg bæting hjá Guðna. Þessi árangur setur Guðna í 12. sæti á Evrópulistann 2018 sem er aldeilis frábær árangur.

Íslandsmetið í greininni er 67,64 metrar sem er í eigu Vésteins Hafsteinssonar frá árinu 1989 en þetta kast setur Guðna í annað sæti lista yfir bestu kringlukastara Íslands!

Við óskum Guðna Val til hamingju með þennan glæsilega árangur og hlökkum til að fylgjast með framhaldinu hjá honum.

– Myndina tók Tibor Jager af Guðna í fyrra

X