Guðni kominn í úrslit graphic

Guðni kominn í úrslit

15.07.2017 | höf: Kristín Birna

Guðni Valur Gunnarsson keppti í forkeppni kringlukastsins í morgun, hann kastaði lengst 56.57 m í síðasta kasti sínu, kastaði einnig 54,29 m og gerði eitt ógilt. Hann varð annar í sinni kastgrúpu sem vannst með 59,57m kasti Pólverjans Stój Bartlomiej. Í seinni kastgrúppunni köstuðu þrír yfir 57.50m, einn kastaði 57.29 m og endaði Guðni Valur því með 6. besta árangurinn í forkeppninni með 56.57m en hann á best í ár 59.98 m. Það verður því gríðarlega spennandi úrslitakeppni sem fara fram á sunnudag kl. 12.30 að íslenskum tíma. En til að leika sér að tölum þá hefðu 59.98 m skilað Guðna 2. sætinu.

Til að komast öruggur inn í úrslitin þurfti að kasta 57.50m en 12 kastarar áttu að komast áfram í úrslit, hvort sem þeir náðu 57.50m eða ekki.

Við hugsum til Guðna á sunnudag en þangað til keppir Aníta Hinriksdóttir í úrslitum 800m hlaupsins, sem fara fram kl. 17.18 í dag

Fríða Rún tók saman

X