Guðbjörg með brons í 200 á EM U18 graphic

Guðbjörg með brons í 200 á EM U18

07.07.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag þriðja í 200 m hlaupi á EM U18 og var tími hennar 23,73 sek.  Írsk stúlka, Rashidat Adeleke, sigraði í hlaupinu á tímanum 23,52 sek sem er besti tími sem evrópsk stúlka undir 18 ára hefur náð í ár. Önnur var Gemima Joseph frá Frakklandi á 23,60 sek. Frábær árangur frá Guðbjörgu sem kemur heim með Evrópumeistaratitil og bronsverðlaun af mótinu.

Allir fimm íslensku keppendurnir hafa nú lokið keppni á mótinu og er þeim óskað til hamingju með frækinn árangur.

X