Íþróttafélag Reykjavíkur

Guðbjörg Jóna fjórða í 200m á Bauhaus Junioren Gala

Á seinni degi Bauhaus Junioren Galan í Mannheim hlupu þrjár íslenskar stúlkur í 200m hlaupinu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR náðið bestum árangri þeirra en hún hafnaði í 4. sæti í úrslitahlaupinu, hljóp þar á 23.64 sek sem er 3/100 frá hennar besta sem jafnframt er Íslandsmet í greininni. Hlaupið vannst á 23.44 sek. Tiana Ósk Whitworth, einnig úr ÍR, varð í 19. sæti af 26 keppendum en hún hljóp á 24.44 sek en hún á best24.21 sek. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, sem einnig hljóp 400m í gær, varð 25. á tímanum 24.80 sek sem fín bæting hjá henni úr 24.91 sek síðan 2015.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X