Góður árangur í Miðnæturhlaupi graphic

Góður árangur í Miðnæturhlaupi

22.06.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í gærkvöldi og má segja að ÍR-ingar geti fagnað frábærum árangri þar og miklum bætingum!

Í 5 km hlaupi karla var þrefaldur ÍR sigur en Þórólfur Ingi Þórólfsson sigraði á 16.19 mín sem er bæting um 1 sek, Vilhjálmur Þór Svansson varð annar á 16.28 mín sem er bæting um 1 ½ mínútu og Vignir Már Lýðsson þriðju á 16:46 mín bæting úr 17:08 mín. Andri Már Hannesson kom fimmti í mark á 17:14 mín. Í kvennaflokki varð Hrönn Guðmundsdóttir, gamalreynd hlaupadrottnin þriðja á 20:25 mín. Frábær niðurstaða úr 5 km hlaupinu.

Í 10 km varð Elín Edda Sigurðardóttir langfyrst allra kvenna í mark og þriðja af öllum keppendum, en 770 hlupu 10km hlaupið. Tími Elínar var hreint frábær en hún kom í mark á 36:18 mín sem er stórbæting hjá henni, úr 37:16 mín og fimmti besti árangur íslenskrar konu frá upphafi í 10km götuhlaupi.

Í hálfu maraþoni kom Arnar Pétursson fyrstur allra í mark á 1:09,58 mín sem er hans þriðju besti árangur. Andrea Kolbeinsdóttir kom 11. af öllum keppendum í mark og fyrst kvenna á 1:23,51 mín og er það er þriðji besti tími Andreu. Um 580 luku keppni í hálfu maraþon.

Við óskum hlaupurunum innilega til hamingju með árangurinn og einnig þjálfara þeirra allra Mörthu Ernstsdóttur.

Fríða Rún Þórðarsdóttir tók saman.

Mynd af Facebooksíðu Miðnæturhlaups Suzuki.

X