Góður árangur Hlyns í Hollandi graphic

Góður árangur Hlyns í Hollandi

30.11.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Hlynur Andrésson úr ÍR keppti í gríðarsterku víðavangshlaupi í Hollandi 25. nóvember sl. Hlaupið fór fram á sama kúrsi og keppt verður á á EM í víðavangshlaupum í desember en þangað stefna allir sterkustu víðavangshlaupararnir í Evrópu og er Hlynur þar skráður til leiks einn Íslendinga. Keppnin á sunnudag var því afar mikilvæg fyrir Hlyn sem ekki er vanur evrópsku víðavangshlaupa fyrirkomulagi en hann hefur aðallega keppt í víðavangshlaupum í Bandaríkjunum sl. ár á meðan hann stundaði þar nám samhliða æfingum og keppni.

Hlynur hljóp mjög vel þessa 10,3 km leið eða á 30:05 mín sem er ótrúlegur tími fyrir þennan þunga kúrs og hafnaði í 11. sæti af 53 keppendum, hlaupið vannst á 29:23 mín en aðeins munaði 20 sek á Hlyn og þeim í 5. sæti. Hlynur æfir nú í Hollandi undir leiðsögn Honore Hoedt og stefnir á góðan árangur á EM í desember. Hér má sjá nánari úrslit frá hlaupinu. https://evenementen.uitslagen.nl/2018/warandeloop/

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X