Góður árangur á móti í Belgíu graphic

Góður árangur á móti í Belgíu

26.06.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Tveir ÍR-ingar kepptu í Grote Prijs mótinu Lokeren í Belgíu sl. laugardag. Ívar Kristinn Jasonarson varð 2. í 400m grindahlaupi, hljóp á 52,54 sek en hlaupið vannst á 52.46 sek. Ívar hefur hraðast hlaupið 52.15 sek í ár, sem er hans besti árangur, en hann þarf að hlaupa á 50.70 sek til að ná lágmarki á HM. Ívar keppir í Danmörku í vikunni og á Gautaborgarleikunum um næstu helgi.

Sæmundur Ólafsson keppti í 800m og sigraði sinn riðil með nokkrum yfirburðum á 1:53,28 mín sem er góð bæting hjá honum en hann átti best 1:55,78 mín áður. Það er samt ljóst að hann hefði átt að hlaupa í fyrsta riðlinum og hefði fengið þar góða keppni. Í fyrsta riðlinum hljóp Kristinn Þór Kristinnsson Selfossi hann hljóp á 1:51,42 mín sem er hans ársbesta og þriðji besti árangur hans frá upphafi. Hugi Harðarson hljóp 800m á 1:57,81 mín og bætti sig en hann átti best 1:58,52 mín. Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni hljóp 3000m á 10:32 mín sem er bæting hjá henni átti best 10:47 mín.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.

X