Góð byrjun á EM U18 ára

Elísabet Rut Rúnarsdóttir í kúlu á Stórmóti ÍR 2018

Þær Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kepptu í undanrásum á Evrópumeistaramóti U18 ára í Ungverjalandi í morgun. Elísabet Rut kastaði sleggjunni 63,84metra sem var sjöunda lengsta kastið í undankeppninni og er hún því komin í úrslitin sem fara fram á morgun. Guðbjörg Jóna hljóp 100 metrana á 11,88sekúndum og var hún sjötta inn í undanúrslit sem hún hljóp síðar í dag á 11,70sekúndum. Hún var fjórða inn í úrslitin sem fara fram á morgun.

Þetta er heldur betur frábær byrjun á mótinu hjá okkar fólki og við óskum þeim áframhaldandi góðs gengis á mótinu.

Elísabet sést hér á myndinni keppa í klúluvarpi en sleggjukast er þó hennar aðalgrein sem hún keppir í á EM.

X