Gleði á Bronsleikum ÍR graphic

Gleði á Bronsleikum ÍR

08.10.2017 | höf: María Stefánsdóttir

Á fjórða hundrað börn 11 ára og yngri tóku þátt á Bronsleikum ÍR, sem haldnir voru í gær.

Í aldursflokkum 7 ára og yngri og 8-9 ára er keppendum skipað í 8-14 manna hópa sem fara saman í gegnum þrautabraut. Hjá yngri hópnum eru þrautirnar sex talsins en sjö hjá eldri hópnum.

Elsti hópurinn, 10-11 ára keppir í fjórþraut og eru greinarnar langstökk, kúluvarp, 60 m hlaup og 600 m hlaup.

Ekki var hægt að sjá annað en að keppendur og aðstandendur þeirra skemmtu sér hið besta og eru þeim, sem og þeim fjölda sjálfboðaliða sem starfaði á mótinu, færðar þakkir fyrir þátttökuna.

X