Fjórði keppnisdagur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar graphic

Fjórði keppnisdagur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

27.07.2017 | höf: María Stefánsdóttir

Fjórði keppnisdagur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar er liðinn undir lok. Tvær ÍR-stúlkur kepptu í dag, þær Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, sem keppti í úrslitum í 200 m hlaupi, og Iðunn Björg Arnaldsdóttir, sem hljóp í undanúrslitum í 1500 m hlaupi.

Iðunn Björg hljóp á tímanum 4:56,49 mín, sem er bæting um rúma sekúndu, en hún átti áður 4:57,87 mín frá því á MÍ fyrr mánuðinum. Tíminn dugði þó ekki inn í úrslitin.

Guðbjörg Jóna hafnaði í fimmta sæti í 200 m hlaupinu. Tími Guðbjargar Jónu var 24,06 sek, sem er undir hennar besta en vindur mældist of mikill (+2,5).

Á morgun hleypur Guðbjörg Jóna í undanrásum í 4×100 m boðhlaupi. Auk hennar skipa ÍR-ingurinn Helga Margrét Haraldsdóttir, Helga Margrét Óskarsdóttir HSK/Selfoss og Birna Kristín Kristjánsdóttir Breiðabliki sveit Íslands. Helga Margrét mun einnig keppa í undanrásum í 100m grindahlaupi.

X