Erna Sóley með U20 HM lágmark í kúluvarpi graphic

Erna Sóley með U20 HM lágmark í kúluvarpi

05.06.2018 | höf: Kristín Birna

Kastararnir okkar halda áfram að standa sig vel. Þau Erna Sóley Gunnarsdóttir, Guðni Valur Guðnason og Thelma Lind Kristjánsdóttir kepptu á móti í Borganesi í kvöld. Guðni Valur kastaði 62,25 metra í kringlunni og var með góða seríu. Thelma Lind kastaði tæpa 50 metra í kvennakringlunni og að lokum kastaði Erna Sóley 14,54metra í kúluvarpi sem er yfir lágmarki á HM U20.

Aldeilis frábært hjá Ernu Sóley og félögum!

Á myndinni má sjá þjálfara þeirra þriggja, Pétur Guðmunds og Ernu Sóley í Mannheim í fyrra.

 

X