Erna Sóley með gull og Guðrún Karitas með brons á Nordic-Baltic U23 2022 í Malmö

17.07.2022 | höf: Jökull Úlfarsson

Seinni degi Noridc-Baltic U23 mótins lauk í Malmö í dag
Frekar hvasst var á mótinu báða keppnisdagana sem hefur væntanlega haft töluverð áhrif á árangur keppenda en engu að síður góður árangur hjá okkar fólki og gaman að fylgjast með þeim um helgina. Uppúr stóð sigur Ernu Sóleyjar í kúluvarpi og brons Guðrúnar Karitasar í sleggjukasti.
Í gær (laugardag) kepptu:
Guðrún Karitas Hallgrímsdóttir og Elísabet Rut Rúnarsdóttir í sleggjukasti. Guðrún Karitas landaði bronsinu og var mjög nálægt sínu besta með kasti upp á 59,30 metra. Elísabet Rut kom rétt á eftir henni með 59,08 metra í fjórða sæti.
Tíana Ósk varð í 7. sæti í 100m á 11.74 sek (4. í sínum riðli)
Ingibjörg Sigurðardóttir varð í 9. sæti í 400m grindarhlaupi á 65,87 sek
Sigursteinn Ásgeirsson varð í 6. sæti í kúluvarpi með 15.12 metra.
Í dag (sunndag) kepptu:
Erna Sóley sigraði í  kúluvarpi með kast upp á 16,52
Tíana Ósk varð í 8. sæti í 200 metra hlaupi á 24,60 sek en Guðbjörg Jóna gat því miður ekki klárað hlaupið þar sem gömul meiðsli tóku sig upp aftur eftir tæpa 100 metra.
Öll úrslit af mótinu má finna hér
Myndir af mótinu frá FRÍ
X