EM öldunga hafið í Árósum

Merki ÍR

Evrópumeistaramót öldunga hófst í dag í Árósum og stendur yfir til 6. ágúst.

ÍR-ingar eiga sex fulltrúa á mótinu og eru það þau

  • Fríða Rún Þórðardóttir – 800 m, 1500 m, 5000 m, 4 km víðavangshlaup
  • Hafsteinn Óskarsson – 800 m, 1500 m
  • Halldór Matthíasson – tugþraut, kringlukast, spjótkast, stangarstökk, kastþraut
  • Helgi Hólm – hástökk, kastþraut
  • Jón H. Magnússon – lóðkast, sleggjukast, kastþraut
  • Þórólfur Ingi Þórsson – hálft maraþon

ÍR-ingar senda þeim og öðrum íslenskum þátttakendum óskir um gott gengi á mótinu.

X