Elín Edda Sigurðardóttir úr ÍR náði þeim frábæra árangri að ná þriðja sæti í hálfu maraþoni í Münchenarmaraþoninu sem haldið var í gær. Elín hljóp á 1:21,22 klst sem er jöfnun á hennar þriðja besta tíma en hún á best 1:19,04 klst. Mjög heitt var í brautinni, 24°C og heiðskýrt, þegar hlaupið fór fram og aðstæður því ekki upp á það besta fyrir Íslendinginn. Sophie Hardy frá Belgíu sigraði nokkuð örugglega á 1:16,53 klst, og Bontu Kaba Desso frá Ethiópíu varð 2. á 1:20,40 klst. Frábær árangur hjá Elínu Eddu en hún á efalaust töluvert inni í þessari vegalengd. Næsta á dagskrá hjá henni er Víðavangshlaup Íslands og síðan Norðurlandamótið í Víðavangshlaupum sem haldið er á Íslandi 10. nóvember.
Úrslitin má finna hér https://www.generalimuenchenmarathon.de/start/
Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.