Byrjendanámskeið ÍR skokk graphic

Byrjendanámskeið ÍR skokk

19.08.2020 | höf: Kristín Birna

ÍR skokk býður upp á fjögurra vikna byrjendanámskeið sem hefst miðvikudaginn 2. september 2020.

Hlaupið verður frá ÍR heimilinu við Skógarsel á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30.

Námskeiðið hentar byrjendum á öllum aldri og getustigum.

Þjálfarar eru Valur Þór Kristjánsson og Sigrún Edwald.

Verð er kr. 13.700 og innifalið í námskeiðinu er skráning í ÍR skokk eftir að námskeiði lýkur og út desember.

X