Benjamín byrjar vel í Bandaríkjunum graphic

Benjamín byrjar vel í Bandaríkjunum

10.03.2020 | höf: Kristín Birna

Benjamín Jóhann Johnsen hóf nám við High Point háskóla í Norður Karólínu í janúar og byrjaði hann keppnistímabilið erlendis með mjög góðum árangri.

Hann bætti sig og náði bronsi í hástökki á Big South svæðismeistaramótinu um daginn þegar hann vippaði sér yfir 2,03 metra. Á sama móti náði hann þriðja sæti í sjöþraut þar sem hann fékk 5097 stig sem er um 100 stigum frá hans besta árangri. Benjamín var nokkuð frá sínu besta í 60m og 1000m en alveg við sitt besta í grindahlaupi, langstökki, stangarstökki og kúluvarpi. Ljóst er að Benjamín er í toppformi og það verður gaman að fylgjast með honum með vorinu þegar hann hefur aðlagast nýju umhverfi og æfingum enn betur.

Hér er hægt að nálgast nákvæmari upplýsingar um árangur Benjamíns.

Við óskum Benjamín innilega til hamingju með flotta byrjun á tímabilinu og óskum honum áframhaldandi góðs gengis.

X