Aníta með Íslandsmet  í 1500m hlaupi graphic

Aníta með Íslandsmet í 1500m hlaupi

12.06.2017 | höf: Kristín Birna

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að Aníta Hinriksdóttir bætti 30 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500m hlaupi nú á dögunum. Aníta, sem einblýnir að jafnaði á 800m hlaup hefur ekki hlaupið keppnishlaup í 1500m hlaupi um nokkurt skeið og náði því í þessu hlaupi að bæta metið um rúmlega 8 sekúndur, úr 4.14,94 sek. í  4.06,43 sek.  Með þessu hlaupi náði Aníta einnig lágmarki á Heimsmeistaramótið seinna í sumar og hefur hún því náð lágmarki í bæði 800m hlaupi og 1500m hlaupi sem sýnir styrk hennar í þessum greinum. Frábær árangur hjá Anítu og óskar ÍR henni innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

X