Aníta með besta tímann í undanrásum í 800m hlaupi á EM innanhúss graphic

Aníta með besta tímann í undanrásum í 800m hlaupi á EM innanhúss

03.03.2017 | höf: Brynja Guðmundsdóttir

Aníta Hinriksdóttir lauk nú rétt í þessu undanrásum í 800m hlaupi á EM innanhúss. Hún var með besta tíma keppendanna í öðrum riðli hlaupsins en þriðja besta allra keppenda. Stúlkurnar fóru svipað hratt út fyrstu 200m og fyrsti riðillinn, rétt um 29 sek, en voru 2 sek hraðari á 400m en fyrsti riðillinn, eða á um 60 sek. Aníta hljóp þriðja fremst mestan hluta hlaupsins og var komin í fjórða sætið þegar nálgaðist 600m en þegar 200m voru eftir fór hún kröftuglega fram úr mótherjum sínum  en splittið á 600m var 1:31mín. Hún hljóp yfirvegað og létt í mark á tímanum 2:02,82 mín en Lovisa Lind sú sænska varð 2. Aníta er því örugg áfram í undanúrslit en tvær fyrstu í hverjum hinna 4 riðla fara áfram + 4 bestu tímar. Fyrsti riðillinn vannst á 2:06 mín en þar komu breska og lettneska stúlkan nánast jafnar í mark. Þriðji riðillinn vannst á 2:04 mín og fjórði riðillinn á 2:03.11 mín en þar hlupu góið kunningjar Anítu þær Buchel og Verstegen en Buchel hljóp sitt hlaup með svipuðum hætti og Aníta og kom einnig fyrst í mark.

Aníta fer því inni í undanúrslitin með besta tíma keppenda en hún á best 2:01.18 mín síðan á RIG í febrúar sl.

 

X