Aníta fjórða og Guðbjörg sjöunda á NM inni

Aníta Hinriksdóttir á HM í Birmingham mars 2018

Norðurlandamótið í frjálsíþróttum fór fram í Bærum í Noregi í dag. Tveir ÍR-ingar tóku þátt fyrir Íslands hönd, þær Aníta Hinriksdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Aníta varð fjórða í 800m hlaupinu, hljóp á 2:06,40 mín og var 2 sek á eftir sigurvegaranum en fyrstu þrjú sætin voru mjög jöfn og skildu aðeins 53/100 sek. Guðbjörg Jóna  hafnaði í 7. sæti í 200m á 24,19 sek en hún á best 24,05 sek sem hefði dugað í 5. sæti.

Kormákur Ari Hafliðason úr FH varð sjötti í 400m á 48.55 sek nærri sekúndu hraðari en á RIG og Þórdís Eva Steinsdóttir FH hafnaði í 5. sæti í sömu grein á 55,75 sek sem er bæting um 20/100 sek frá síðustu helgi, glæsilegur tími hjá Þórdísi Evu. María Rún Gunnlaugsdóttir FH stökk 1.75 m í hástökki og hafnaði í 7. sæti en þetta er bæting hjá henni um 2 cm síðan á RIG. Hafdís Sigurðardóttir UFA varð í 2. sæti í langstökkinu með 6,34 m en henni tókst ekki að stökkva 6,50 m sem er lágmark á EM inni en hefur til 21. febrúar að ná því. Frábært hjá Hafdísi að verða önnur á NM.

Þess má geta að 1500m karla vannst á 3:36,21 mín en þar var á ferðinni hinn norski Jakob Ingebrigtsen en Suldan Hassan frá Svíþjóð varð annar, hljóp á 3:46,57 sem er um sek hægari tími en Hlynur Andrésson hljóp á á RIG þegar hann setti nýtt Íslandsmet. 3000m karla vannst á 7:49,73 mín og var þar á ferðinni Filip Ingebrigtsen en Peter Glans frá Danmörku varð 2. á 8:08,10 mín sem er svipaður tími og Hlynur hljóp á í Ghent um helgina.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X