Andrea með Íslandsmet og HM lágmark og Guðni nálgast EM lágmark graphic

Andrea með Íslandsmet og HM lágmark og Guðni nálgast EM lágmark

21.06.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Andrea Kolbeinsdóttir hljóp frábært 3000m hindrunarhlaup í Laugardalnum í gærkvöldi. Hún gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet Írisar Önnu Skúladóttur verulega eða um 26 sek þegar hún hljóp á 10:31,60 mín en árangurinn er einnig lágmark á HM U22.

Í kringlukasti  átti Guðni Valur Guðnason kast upp á 63,47 m og nálgast hann EM lágmarkið óðfluga, sem er 63.50 m og vantar hann því aðeins 3 cm upp á. Nýverið kastaði hann 63,20 m þannig að hann er í miklum ham þessa dagana.

Óskum Andreu og Guðna, sem og Mörthu og Pétri þjálfurum þeirra, til hamingju með glæsilegan árangur.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

Ljósmynd af Facebook-síðu Frjálsíþróttasamband Íslands

 

X