80. Vormót ÍR

Vormót ÍR fór fram í áttugasta sinn á ÍR vellinum í Skógarseli miðvikudaginn 29. maí, en mótið var alþjóðlega vottað Global Calender mót þar sem viðurkenndur eftirlitsdómari af hálfu FRÍ fylgist með og tekur út framkvæmdina. Mótið gekk ágætlega fyrir sig en aðstæður, bæði vindur og hitastig, hafði nokkur áhrif á árangur keppenda í flestum greinum auk þess sem árangur í 100m, 200m og langstökk var alltaf eða oftast ekki löglegur þar sem meðvindur var of mikill.

Hátt í 110 keppendur kepptu á mótinu frá ÍR, FH, Ármanni, Breiðabliki, Fjölni, UMSB, Selfossi, UMSS, UMF Kötlu og UFA en margir voru að leitast eftir að ná viðukenndum árangri og lágmörkum á ýmiss mót meðal á Gautaborgarleika en þangað heldur fjöldi ungmenna í byrjun júlí.

ÍR og FH hlutu flest verðlaun eða 24 og 25 talsins en ÍR hlaut 14 gull. Bestu afrek mótsins unnu Guðni Valur Guðnason ÍR í kringlukasti með 60.40m og 1068 IAAF stig, Dagbjartur Daði Jónsson ÍR í spjótkasti 74.45 m og 1022 IAAF stig, Eir Chang Hlésdóttir ÍR í 100m 12,00 sek og 990 IAAF stig og Irma Gunnarsdóttir FH í langstökki, 5,92 m og 981 stig. 51 bæting leit dagsins ljós hjá keppendum sem er alltaf gleðilegt þó svo að keppnin snúist ekki endilega um að sigra og bæta sig heldur að taka þátt.

Kaldalshlaupið, sem er 3000m hlaup og haldið í minningu Jóns Kaldals langhlaupara og ljósmyndara, fór fram að venju og í ár var það Sindri Karl Sigurjónsson UMSB sem bar

sigur úr býtum en hann er yngsti sigurvegarinn í 42 ára sögu hlaupsins. Hlaut hann veglegan farandbikar að launum, en allir keppendur hljóta sérgerð viðurkenningarskjöl og verðlaunapening. Gaman er að segja frá því að bikarinn var fyrst afhentur Gunnari Páli Jóakimssyni árið 1982 en Gunnar Páll er þjálfari Sindra í dag. Fjölskylda Jóns hefur alltaf komið á mótið og afhent verðlaunin og svo var einnig nú, má sjá mynd frá verðlauna afhendingunni sem fylgir fréttinni en þar eru ungir afkomendur Jóns í aðahlutverki. Myndina tók Gunnar Páll Jóakimsson

Öll úrslit mótsins má finna hér http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=M-00001456

Fríða Rún Þórðardóttir
Formaður frjálsíþróttadeildar ÍR

X