Íþróttafélag Reykjavíkur

Þrír ÍR ingar í landsliðsvali 16 ára og yngri

Þrír ÍR ingar voru valdir til að taka þátt í æfingum U16 landsliðs í knattspyrnu í undirbúningi fyrir mót sem verður haldið síðla árs 2018. Bragi Karl Bjarkason, Benedikt Tristan Axelsson og Róbert Andri Ómarsson voru valdir til að taka þátt í þessum æfingum og óskum við ÍR-ingar þeim innilega til hamingju og góðs gengis.

Þetta eru tímamót er varðar ÍR í knattspyrnunni og verður því að fagna.

 

Áfram Ísland og Áfram ÍR!

X