Liðsstyrkur í karlalið ÍR

Í lok febrúar bættust tveir öflugir strákar í hóp okkar ÍR inga.
Sóknarmaðurinn eldfljóti Arian Ari Morina hefur gert þriggja ára samning við félagið. Arian skaut ungum fram á sjónarsviðið í liði HK en hann hefur undanfarin tvö tímabil farið að láni frá HK.
Arnar þjálfari hefur verið mjög ánægður með Arian á æfingum vetrarins: “Arian byrjaði að æfa hjá okkur í byrjun árs og var í mjög lélegu standi, en sýndi strax mikinn metnað innan sem utan vallar í öllu því sem lagt var fyrir hann. Þetta hugarfar og hungur í að sanna sig uppá nýtt sannfærði mig um að hann væri rétti maðurinn til að auka samkeppnina í fremstu stöðum. Með þessu áframhaldi mun hann klárlega eiga stóran þátt í að hjálpa okkur að ná okkar markmiðum.”
Frá Breiðablik kemur ungur bakvörður að nafni Ágúst Unnar Kristinsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍR til ársloka 2023 eins og Arian. Hann er uppalinn hjá Breiðablik og lék þar upp alla yngri flokkana, hefur leyst báðar bakvarðarstöðurnar með mikla hlaupagetu og hraða. Hann hefur heillað Arnar þjálfara með sinni frammistöðu:
“Ég vænti mikils af Ágústi á næstu árum. Hann hefur bætt sig mikið á þessum skamma tíma sem hann hefur verið í félaginu og það veit á gott. Ágúst leggur sig allan fram bæði á æfingum og í leikjum. Hans hugarfar er til fyrirmyndar og það í bland við hæfileika hans heillaði okkur. “
Þessir samningar eru liður í áframhaldandi uppbyggingu liðsins til framtíðar. Að fá til liðs við félagið efnilega unga leikmenn sem eru tilbúnir að leggja hart að sér við að koma félaginu í fremstu röð. Þeir hafa báðir leikið með félaginu nú í Lengjubikarnum og skoruðu t.d. sitt hvort markið í öflugum 3-0 sigri á Reyni nú um helgina.
Velkomnir strákar, við hlökkum til að sjá ykkur í búningnum að berjast fyrir #hvítbláahjartað
X