Heiða Helgudóttir til liðs við ÍR graphic

Heiða Helgudóttir til liðs við ÍR

18.03.2021 | höf: ÍR

Nú nýverið barst okkur ÍR-ingum öflugur liðsstyrkur þegar Heiða Helgudóttir skrifaði undir félagaskipti úr Gróttu og í kjölfarið setti hún nafn sitt undir leikmannasamning við félagið og verður hluti hvítbláahjartans næstu tvö leiktímabil.
Heiða lék sinn fyrsta leik 17 ára gömul árið 2010 með uppeldisfélagi sínu Keflavík og hefur síðan leikið 97 leiki í deild og bikar með Keflavík og síðar Gróttu, síðasta leiktímabil lék hún 10 leiki á Seltjarnarnesinu í Lengjudeildinni.
Engilbert þjálfari var afskaplega glaður við undirritunina:
“Heiða er alger nagli og mikilvæg viðbót við liðið okkar. Hún getur leyst hafsentastöðurnar eða inni á miðjunni og kemur inn í hópinn með mikla leikreynslu sem er veruleg hjálp fyrir okkar unga og öfluga hóp. Heiða er mikil fyrirmynd sem keppnismanneskju, hún skilur allt eftir inni á vellinum hvort sem er á æfingu eða í leik og það fordæmi smitar svo sannarlega út frá sér. Hún gerir háar kröfur til sín og samherja sinna sem er lykileiginleiki í því verkefni sem við nú erum að vinna að bæði í sumar og til framtíðar. Frábærar fréttir!
Velkomin Heiða, við hlökkum mjög til að sjá þig í búningnum í Mjóddinni!
#hvítbláahjartað
X