Íþróttafélag Reykjavíkur

Áhersluatriði þjálfunar

Helstu áherslur þjálfunar :

Almennt um tækni- og leikfræðiþjálfun
Hér á eftir er að finna grófa kennsluáætlun tækni- og leikfræðiþjálfunar fyrir hvern aldursflokk hjá ÍR. Kennsluáætlunin inniheldur markmið í tækni og leikfræði fyrir hvern flokk fyrir sig og byggir meðal annars á kennslu- og æfingaskrá KSÍ fyrir barna og unglingaþjálfun í knattspyrnu. Í grundvallaratriðum gilda sömu sjónarmið við þjálfun drengja og stúlkna.

3. aldursflokkur
Megináherslur í tækni- og leikfræðiþjálfun:

Tækni
Spyrnur
Áhersla á fjölbreyttar spyrnur, úr kyrrstöðu og á ferð, af jörðu og á lofti, með og undir pressu frá mótherja og í framhaldi af gabbhreyfingum og snúningum. Megináhersla á innanfótarspyrnur og markskot. Enn fremur sköllun úr kyrrstöðu og eftir uppstök.

Móttaka knattar
Áhersla á fjölbreyttar aðferðir við að móttaka knött, með jörðu og á lofti (með fæti, læri, brjósti og höfði), bæði án og undir pressu frá mótherja. Enn fremur móttaka og markskot.

Knetti skýlt
Áhersla á aðferðir við að skýla knetti, ýmist án eða undir pressu frá mótherja. Hluti þessa er kennsla að nota líkamann í návígjum, m.t.t. stöðu hans. Enn fremur með markskoti í framhaldi.

Knattrak
Áhersla á viðurkenndar aðferðir við knattrak, með innanverðum fæti, utanverðum fæti og rist, bæði með því að horfa á knött og með því að líta af knetti og taka gabbhreyfingu í framhaldi af knattraki og síðan með markskoti.

Grunntækni
Að venjast knetti. Markmið að bæta fyrstu snertingu. Ýmsar knattstjórnunaræfingar þar sem hver einstaklingur er með sinn knött.

Mýkt
Áhersla á æfingar er ganga út á að lyfta knetti úr kyrrstöðu eða við jörðu, þ.á m. í framhaldi af sendingu, sem og að „drepa“ knött úr frjálsu falli. Markmið að auka samhæfingu.

Taktur og samhæfing
Áhersla á hraðar fótahreyfingar, þ.á m. á víxl, bæði úr kyrrstöðu og á ferð, aftur á bak, áfram og á hlið. Æft t.d. með því að líta af knetti. Markmið að auka samhæfingu.

Jafnvægi
Áhersla á æfingar þar sem unnið er á öðrum fæti, bæði úr kyrrstöðu og á ferð.

Að gera tvennt í einu
Áhersla á æfingar þar sem unnið er með tvo knetti og megináhersla er á að losa sig við knött og taka á móti á því sem næst sama augnabliki. Markmið samhæfing og hröð hugsun.

Gabbhreyfingar
Áhersla á fjölda gabbhreyfinga sem auðkenndar eru með tilteknu heiti. Gert bæði úr kyrrstöðu, á ferð og gegn mótherja. Markmið að geta beitt fjölbreyttum gabbhreyfingum í stöðunni maður gegn manni.

Snúningar
Áhersla á mismundi snúninga sem auðkenndir eru með tilteknu heiti. Megináhersla á 180 gráðu snúninga. Markmið að breyta um stefnu með stjórn á knetti, þ.m.t. í stöðunni maður gegn manni.

„Knatt-freestyle“
Áhersla á ýmsar „knatt-freestyle“ æfingar, s.s. að stöðva knött á höfði og á hnakka, halda knetti milli sköflungs og ristar o.fl. Hefur einkum að markmiði að auka sjálftraust iðkenda.

Leikfræði
Leikfræði hóps
Um er að ræða bæði leikfræði varnar- og sóknarleiks. Megináhersla á að vinna í fámennum hópum, s.s. 1:1, 1:2, 2:1, 2:2 o.s.frv. Áhersla á að kenna atriði þessi í gegnum leikinn, þá einkum smáleiki („small sided games“). Markmið æfinganna er kennsla í undirstöðuatriðum liðssamvinnu, bæði í sókn og vörn, s.s. gæsla svæðis, lokun svæðis, aðstoð við samherja, völdun samherja, fríhlaup, hreyfing og vídd, opnun svæða, framhjáhlaup, veggspil, úrvinnsla návígja og stöðuskipti.

Áhersla á skipulag varnarleiks, þ.e. að iðkendur kunni skil á grunnstöðu varnar og séu að auki nokkurn veginn í stakk búnir til að leika maður gegn manni, grunnatriði í svæðisvarnarleik og blandaðan varnarleik, og/eða hið minnsta þekki á því mun. Leikvelli skipt upp í mismunandi svæði.

Markskot
Áhersla á markskot af ýmsum toga, með eða án samherja/mótherja, eftir móttöku á hlaupum (hraðri ferð) og á þröngu svæði, eftir eina eða tvær snertingar, viðstöðulaust frá jörðu eða á lofti, eftir framhjáhlaup og knattvíxlun.

Föst leikatriði
Áhersla á föst leikatriði, s.s. innköst, hornspyrnur og aukaspyrnur, bæði í varnar- og sóknarleik.

Þjálfun markvarða
Hluti leikfræðiþjálfunar er þjálfun markvarða, sem samtvinnuð skal öðrum æfingum. Meginhluti æfinga markvarða er að grípa knött yfir höfði í kyrrstöðu og með uppstökki, kýla knött með annarri og báðum höndum, grípa knött eftir að hafa kastað sér, spyrna knetti frá marki, hoppspyrna og kasta knetti frá marki.

Leikskipulag, leikkerfi og leikstílar
Sérstakur þáttur í þjálfun iðkenda, sem tengist hinum leikfræðilega hluta, með áherslu á grunnkynningu á mismunandi leikskipulagi, leikkerfum og leikstílum. Hvað varðar leikskipulag er áhersla á að kynna fyrir iðkendum mikilvægi þess að greina styrkleika mótherja fyrirfram og leggja leiki upp með fyrirfram ætluðu skipulagi. Hvað varðar leikkerfi er áhersla lögð á að kynna fyrir iðkendum leikkerfi er byggja á varnarleik og sóknarleik og gera þeim kleift að leika mismunandi leikkerfi eftir styrkleika mótherja. Áhersla er á 11 manna knattspyrnu þar sem mismunandi leikkerfi skulu kynnt, s.s. 4-3-3, 4-4-2, 4-5-1, 3-5-2 og 3-4-3. Hvað varðar leikstíla er megináhersla á hæga sóknaruppbyggingu, með stuttum sendingum frá aftasta til fremsta manns. Enn fremur skal iðkendum kennt að leika með lág-, mið- og hápressu.

4. aldursflokkur
Megináherslur í tækni- og leikfræðiþjálfun:

Tækni
Spyrnur
Áhersla á fjölbreyttar spyrnur, úr kyrrstöðu og á ferð, af jörðu og á lofti, með og undir pressu frá mótherja og í framhaldi af gabbhreyfingum og snúningum. Megináhersla á innanfótarspyrnur og markskot. Enn fremur sköllun úr kyrrstöðu og eftir uppstök.

Móttaka knattar
Áhersla á fjölbreyttar aðferðir við að móttaka knött, með jörðu og á lofti (með fæti, læri, brjósti og höfði), bæði án og undir pressu frá mótherja. Enn fremur móttaka og markskot.

Knetti skýlt
Áhersla á aðferðir við að skýla knetti, ýmist án eða undir pressu frá mótherja. Hluti þessa er kennsla að nota líkamann í návígjum, m.t.t. stöðu hans. Enn fremur með markskoti í framhaldi.

Knattrak
Áhersla á viðurkenndar aðferðir við knattrak, með innanverðum fæti, utanverðum fæti og rist, bæði með því að horfa á knött og með því að líta af knetti og taka gabbhreyfingu í framhaldi af knattraki og síðan með markskoti.

Grunntækni
Að venjast knetti. Markmið að bæta fyrstu snertingu. Ýmsar knattstjórnunaræfingar þar sem hver einstaklingur er með sinn knött.

Mýkt
Áhersla á æfingar er ganga út á að lyfta knetti úr kyrrstöðu eða við jörðu, þ.á m. í framhaldi af sendingu, sem og að „drepa“ knött úr frjálsu falli. Markmið að auka samhæfingu.

Taktur og samhæfing
Áhersla á hraðar fótahreyfingar, þ.á m. á víxl, bæði úr kyrrstöðu og á ferð, aftur á bak, áfram og á hlið. Æft t.d. með því að líta af knetti. Markmið að auka samhæfingu.

Jafnvægi
Áhersla á æfingar þar sem unnið er á öðrum fæti, bæði úr kyrrstöðu og á ferð.

Að gera tvennt í einu
Áhersla á æfingar þar sem unnið er með tvo knetti og megináhersla er á að losa sig við knött og taka á móti á því sem næst sama augnabliki. Markmið samhæfing og hröð hugsun.

Gabbhreyfingar
Áhersla á fjölda gabbhreyfinga sem auðkenndar eru með tilteknu heiti. Gert bæði úr kyrrstöðu, á ferð og gegn mótherja. Markmið að geta beitt fjölbreyttum gabbhreyfingum í stöðunni maður gegn manni.

Snúningar
Áhersla á mismundi snúninga sem auðkenndir eru með tilteknu heiti. Megináhersla á 180 gráðu snúninga. Markmið að breyta um stefnu með stjórn á knetti, þ.m.t. í stöðunni maður gegn manni.

„Knatt-freestyle“
Áhersla á ýmsar „knatt-freestyle“ æfingar, s.s. að stöðva knött á höfði og á hnakka, halda knetti milli sköflungs og ristar o.fl. Hefur einkum að markmiði að auka sjálftraust iðkenda.

Leikfræði
Leikfræði hóps
Um er að ræða bæði leikfræði varnar- og sóknarleiks. Megináhersla á að vinna í fámennum hópum, s.s. 1:1, 1:2, 2:1, 2:2 o.s.frv. Áhersla á að kenna atriði þessi í gegnum leikinn, þá einkum smáleiki („small sided games“). Markmið æfinganna er kennsla í undirstöðuatriðum liðssamvinnu, bæði í sókn og vörn, s.s. gæsla svæðis, lokun svæðis, aðstoð við samherja, völdun samherja, fríhlaup, hreyfing og vídd, opnun svæða, framhjáhlaup, veggspil, úrvinnsla návígja og stöðuskipti.

Áhersla á skipulag varnarleiks, þ.e. að iðkendur kunni skil á grunnstöðu varnar og séu að auki nokkurn veginn í stakk búnir til að leika maður gegn manni, grunnatriði í svæðisvarnarleik og blandaðan varnarleik, og/eða hið minnsta þekki á því mun. Leikvelli skipt upp í mismunandi svæði.

Markskot
Áhersla á markskot af ýmsum toga, með eða án samherja/mótherja, eftir móttöku á hlaupum (hraðri ferð) og á þröngu svæði, eftir eina eða tvær snertingar, viðstöðulaust frá jörðu eða á lofti, eftir framhjáhlaup og knattvíxlun.

Föst leikatriði
Áhersla á föst leikatriði, s.s. innköst, hornspyrnur og aukaspyrnur, bæði í varnar- og sóknarleik.

Þjálfun markvarða
Hluti leikfræðiþjálfunar er þjálfun markvarða, sem samtvinnuð skal öðrum æfingum. Meginhluti æfinga markvarða er að grípa knött yfir höfði í kyrrstöðu og með uppstökki, kýla knött með annarri og báðum höndum, grípa knött eftir að hafa kastað sér, spyrna knetti frá marki, hoppspyrna og kasta knetti frá marki.

Leikskipulag, leikkerfi og leikstílar
Sérstakur þáttur í þjálfun iðkenda, sem tengist hinum leikfræðilega hluta, með áherslu á grunnkynningu á mismunandi leikskipulagi, leikkerfum og leikstílum. Hvað varðar leikskipulag er áhersla á að kynna fyrir iðkendum mikilvægi þess að greina styrkleika mótherja fyrirfram og leggja leiki upp með fyrirfram ætluðu skipulagi. Hvað varðar leikkerfi er áhersla lögð á að kynna fyrir iðkendum leikkerfi er byggja á varnarleik og sóknarleik og gera þeim kleift að leika mismunandi leikkerfi eftir styrkleika mótherja. Áhersla er á 11 manna knattspyrnu þar sem mismunandi leikkerfi skulu kynnt, s.s. 4-3-3, 4-4-2, 4-5-1, 3-5-2 og 3-4-3. Hvað varðar leikstíla er megináhersla á hæga sóknaruppbyggingu, með stuttum sendingum frá aftasta til fremsta manns. Enn fremur skal iðkendum kennt að leika með lág-, mið- og hápressu.

5. aldursflokkur
Megináherslur í tækni- og leikfræðiþjálfun:

Tækni
Spyrnur
Áhersla á fjölbreyttar spyrnur, úr kyrrstöðu og á ferð, af jörðu og á lofti, með og undir pressu frá mótherja. Megináhersla á innanfótarspyrnur en einnig markskot. Enn fremur sköllun úr kyrrstöðu og eftir uppstök.

Móttaka knattar
Áhersla á fjölbreyttar aðferðir við að móttaka knött, með jörðu og á lofti (með fæti, læri, brjósti og höfði), einkum án pressu. Enn fremur móttaka og markskot.

Knetti skýlt
Áhersla á aðferðir við að skýla knetti, ýmist án eða undir pressu frá mótherja. Hluti þessa er kennsla að nota líkamann í návígjum, m.t.t. stöðu hans.

Knattrak
Áhersla á viðurkenndar aðferðir við knattrak, með innanverðum fæti, utanverðum fæti og rist, bæði með því að horfa á knött og með því að líta af knetti og taka gabbhreyfingu í framhaldi af knattraki.

Grunntækni
Að venjast knetti. Markmið að bæta fyrstu snertingu. Ýmsar knattstjórnunaræfingar þar sem hver einstaklingur er með sinn knött.

Taktur og samhæfing
Áhersla á hraðar fótahreyfingar, þ.á m. á víxl, bæði úr kyrrstöðu og á ferð. Markmið að auka samhæfingu.

Jafnvægi
Áhersla á æfingar á öðrum fæti, bæði úr kyrrstöðu og á ferð.

Að gera tvennt í einu
Áhersla á æfingar þar sem unnið er með tvo knetti og megináhersla er á að losa sig við knött og taka á móti á því sem næst sama augnabliki. Markmið samhæfing og hröð hugsun.

Gabbhreyfingar
Áhersla á fjölda gabbhreyfinga sem auðkenndar eru með tilteknu heiti. Gert bæði úr kyrrstöðu og á ferð. Markmið að geta beitt fjölbreyttum gabbhreyfingum í stöðunni maður gegn manni.

Snúningar
Áhersla á mismundi snúninga sem auðkenndir eru með tilteknu heiti. Megináhersla á 180 gráðu snúninga.

„Knatt-freestyle“
Áhersla á ýmsar „knatt-freestyle“ æfingar, s.s. að stöðva knött á höfði og á hnakka, halda knetti milli sköflungs og ristar o.fl. Hefur einkum að markmiði að auka sjálftraust iðkenda.

Leikfræði
Leikfræði hóps
Um er að ræða bæði leikfræði varnar- og sóknarleiks. Megináhersla að vinna í fámennum hópum, s.s. 1:1, 1:2, 2:1, 2:2 o.s.frv. Áhersla að kenna atriði þessi í gegnum leikinn, þá einkum smáleiki („small sided games“). Markmið æfinganna er kennsla í undirstöðuatriðum liðssamvinnu, bæði í sókn og vörn, s.s. aðstoð við samherja, völdun samherja, fríhlaup, hreyfing og vídd, framhjáhlaup og veggspil.

Markskot
Áhersla á markskot af ýmsum toga, með eða án samherja/mótherja, eftir móttöku á hlaupum (hraðri ferð) og á þröngu svæði, eftir eina eða tvær snertingar, viðstöðulaust frá jörðu eða á lofti, eftir framhjáhlaup og knattvíxlun.

Föst leikatriði
Áhersla á föst leikatriði, s.s. innköst, hornspyrnur og aukaspyrnur, bæði í varnar- og sóknarleik.

Þjálfun markvarða
Hluti leikfræðinnar er þjálfun markvarða, sem einkum verður samtvinnuð öðrum æfingum.

Leikskipulag, leikkerfi og leikstílar
Sérstakur þáttur í þjálfun iðkenda, sem tengist hinum leikfræðilega hluta, er grunnkynning á mismunandi leikskipulagi, leikkerfum og leikstílum. Hvað varðar leikskipulag er áhersla á að kynna fyrir iðkendum mikilvægi þess að greina styrkleika mótherja fyrirfram og leggja leiki upp með fyrirfram ætluðu skipulagi. Hvað varðar leikkerfi skal áhersla lögð á að kynna fyrir iðkendum leikkerfi er byggja á varnarleik og sóknarleik og gera þeim kleift að leika mismunandi leikkerfi eftir styrkleika mótherja. Áhersla á sjö manna knattspyrnu þar sem mismunandi leikkerfi skulu kynnt, s.s. 3-3, með varnarútfærsluna 3-2-1, 2-3-1 og 3-1-2. Hvað varðar leikstíla skal megináhersla vera á hæga sóknaruppbyggingu, með stuttum sendingum frá aftasta til fremsta manns. Enn fremur skal iðkendum kennt að leika með lág-, mið- og hápressu.

6. aldursflokkur
Megináherslur í tækni- og leikfræðiþjálfun:

Tækni
Spyrnur
Áhersla á innanfótar- og ristarspyrnur. Enn fremur sköllun úr kyrrstöðu og eftir uppstök.

Móttaka knattar
Áhersla á móttöku knattar með jörðu og á lofti með fæti. Enn fremur móttaka og markskot.

Knetti skýlt
Áhersla á að skýla knetti og halda honum frá mótherja m.t.t. stöðu líkama.

Knattrak
Áhersla á knattrak með innanverðum fæti og utanverðum fæti og einföldum gabbhreyfingum í framhaldi af knattraki.

Grunntækni
Að venjast knetti. Markmið að bæta fyrstu snertingu. Ýmsar knattstjórnunaræfingar þar sem hver einstaklingur er með sinn knött.

Taktur og samhæfing
Áhersla á hraðar fótahreyfingar, þ.á m. á víxl, bæði úr kyrrstöðu og á ferð. Markmið að auka samhæfingu.

Jafnvægi
Áhersla á æfingar sem gerðar eru á öðrum fæti, bæði úr kyrrstöðu og á ferð.

Að gera tvennt í einu
Áhersla á að vinna með tvo knetti og megináhersla er á að losa sig við knött og taka á móti á því sem næst sama augnabliki. Markmið samhæfing og hröð hugsun.

Gabbhreyfingar
Áhersla á einfaldar gabbhreyfingar með þungaflutningi. Markmið að geta beitt gabbhreyfingum í stöðunni maður gegn manni.

Snúningar
Áhersla á einfalda snúninga og stefnubreytingu með knött.

Leikfræði
Leikfræði hóps
Um er að ræða grunnatriði leikfræði varnar- og sóknarleiks. Megináhersla að vinna í fámennum hópum, s.s. 1:1, 1:2, 2:1, 2:2 o.s.frv. Áhersla að kenna atriði þessi í gegnum leikinn, þá einkum smáleiki („small sided games“). Markmið æfinganna er kennsla í undirstöðuatriðum liðssamvinnu bæði í sókn og vörn, s.s. aðstoð við samherja, völdun samherja, samleik,veggspil, að opna svæði; fríhlaup, framhjáhlaup og hreyfingu án bolta
.
Markskot
Áhersla á markskot eftir móttöku frá jörðu, skot úr kyrrstöðu, eftir knattrak og á ferð. Áhersla á að þjálfa báða fætur (hægri og vinstri).

Föst leikatriði
Áhersla á föst leikatriði, s.s. innköst, hornspyrnur og aukaspyrnur, bæði í varnar- og sóknarleik.

Þjálfun markvarða
Hluti leikfræðinnar er þjálfun markvarða, sem einkum verður samtvinnuð öðrum æfingum. Æfa spörk og köst og kenna grunnstaðsetningu markvarðar.

Leikskipulag, leikkerfi og leikstílar
Sérstakur þáttur í þjálfun iðkenda, sem tengist hinum leikfræðilega hluta, er grunnkynning á mismunandi leikkerfum. Áhersla lögð á að kynna fyrir iðkendum leikkerfi er byggja á varnarleik og sóknarleik og gera þeim kleift að leika mismunandi leikkerfi eftir styrkleika mótherja. Tekur mið af fimm manna knattspyrnu þar sem leikskipulag miðar af myndun þríhyrninga, tígla og kassa.

7. aldursflokkur
Megináherslur í tækni- og leikfræðiþjálfun:

Tækni
Spyrnur
Áhersla á innanfótarspyrnur og beina ristarspyrnu. Enn fremur sköllun úr kyrrstöðu.

Móttaka knattar
Áhersla á móttöku knattar með innanverðum fæti, il og læri.

Knattrak
Knattrak á ýmsa vegu. Áhersla á knattrak með einfaldri gabbhreyfingu.

Grunntækni
Að venjast knetti. Markmið að bæta fyrstu snertingu. Ýmsar knattstjórnunaræfingar þar sem hver einstaklingur er með sinn knött.

Gabbhreyfingar
Áhersla á einfaldar gabbhreyfingar.

Leikfræði
Leikfræði hóps
Leikrænir leikir og leikæfingar þar sem leitast er við að vinna í fámennum hópum s.s. 1:1, 1:2. 2:2 o.s.frv. með og án markvarða. Fara yfir og kynna ólíkar leikstöður, sérstaklega mun á varnar og sóknarstöðum á vellinum

8. aldursflokkur
Hjá 8. flokki barna æfa drengir og stúlkur saman. Ekki er gerður sérstakur greinarmunur á tæknilegum og leikfræðilegum þáttum líkt og í eldri aldursflokkum. Þá er ekki um að ræða eingöngu knattspyrnuþjálfun. Helstu áherslur eru á eftirfarandi atriði:

• Fyrstu skref tekin í grunnatriðum knattspyrnu.
• Helstu leikreglur kynntar í gegnum leiki.
• Fjölbreyttar æfingar sem efla almenna hreyfifærni.
• Æfingar sem bæta jafnvægi, samhæfingu og styrk.
• Æfingum skipt niður í stöðvar – unnið í litlum hópum.
• Æfingar útfærðar í gegnum leiki.
• Iðkendur læri helstu umgengnisreglur í íþróttahúsi.
• Iðkendur efli félagsþroska og læri að vinna í hóp.
• Iðkendur öðlist jákvæða upplifun af íþróttaiðkun.

Styrktaraðilar ÍR

X