Víðavangshlupaseríu Framfara og Eins og fætur toga lokið í ár graphic

Víðavangshlupaseríu Framfara og Eins og fætur toga lokið í ár

02.11.2021 | höf: ÍR

Víðavangshlaupaseríu, Eins og fætur toga og Framafara, sem fram hefur farið nú á

haustmánuðum, lauk í dag, 30. október með keppni á Borgarspítalatúninu. Hlaupaserían

samanstendur af þremur hlaupum en í hverju hlaupi eru stutt og langt hlaup. Stutta er um 1 –

1,2km og langa 6-8km.

 

Markmiðið með hlaupaseríunni er að skapa viðburð fyrir þá sem áhuga hafa á

víðavangshlaupum, kynna víðavangshlaup sem frábæran hluta af haustþjálfun

millivegalengda- og langhlaupara og skapa góða stemmingu í kringum þessi hlaup. Þeir sem

stefna á og fara á Norðurlandamót í Víðavangshlaupum nota hlaupin sem góða æfingu fyrir þá

keppni. Þátttaka í hlaupaseríunni var góð í haust sem þakka má fínni kynningu til að mynda

hjá Hlaup.is.

 

Í dag lauk hlaupaseríu haustsins 2021 og urðu Andrea Kolbeinsdóttir ÍR og Jökull Bjarkason

ÍR stigahæst. Andrea hlaut 60 stig eða fullt hús stiga, í öðru sæti í kvennaflokki var Íris Anna

Skúladóttir hlaupahópi Sigga P með 54 stig og Verena Karlsdóttir ÍR varð 3. með 47 stig.

Jökull Bjarkason ÍR varð hlutskarpastur í karlaflokki með 58 stig, Sigurgísli Gíslason

hlaupahópi Sigga P varð annar með 48 stig og Aron Beck þriðji með 38 stig.

 

Í ungmenna flokkum varð Hilmar Ingi Bernharðsson ÍR hlutskarpastur með 38 stig, Kristinn

Snær Smárason HK varð annar með 23 stig og Guðmundur Haraldsson þriðji með 21 stig.

Í stúlknaflokki varð Helga Lilja Maack ÍR sigurvegari með 29 stig, Svanborg Jónsdóttir önnur

með 10 stig og Hildur Vala Sigurðardóttir þriðja með 9 stig.

 

Framfarir óska þessum hlaupurum til hamingju með sinn árangur og þakkar þeim sem tóku

þátt fyrir þátttökuna og samveruna.

 

Við þetta má bæta að ÍR-ingarnir Andrea Kolbeinsdóttir, Fríða Rún Þórðardóttir og Þórólfur

Ingi Þórsson sem öll hafa tekið þátt í Framfarahlaupunum í haust hafa verið valin ásamt Hlyn

Ólasyni sem nú æfir í Danmörku, til að taka þátt í Norðurlandamóti í víðavangshlaupum 7.

nóvember. Andrea og Hlynur keppa í fullorðinsflokki en Fríða Rún og Þórólfur í flokkum

eldri iðkenda (masters) og er það í fyrsta sinn sem keppendur frá Íslandi taka þátt í

masterskeppninni.

 

Fylgjast má með keppninni hér.

https://www.tullingefriidrott.se/varatavlingar/NM2021/Raceinfo/

 

 

Framfarir þakka Eins og Fætur toga, Hlaup.is, Hleðslu frá Mjólkursamsölunni og

Netskráning.is fyrir stuðninginn og samstarfið

 

 

 

X