Handknattleiksdeild ÍR – sumárnámskeið

Handknattleiksdeildin verður með sumarnámskeið 12.-23. júní fyrir krakka fædda 07-03. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að hringja í síma 587-7080 eða skrá sig á slóðinni hér fyrir neðan.

Hægt er að skrá sig á námskeiðin hér

 

18446688_1582866818391374_1881602820560533742_n

 

Körfuknattleiksdeild ÍR stendur fyrir sumaræfingum í júní og ágúst í íþróttahúsi Seljaskóla. 

Æfingar fyrir börn fædd 2008-2005 verða á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30-17:30

Æfingar fyrir börn fædd 2004-2001 verða á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30-18:30.

Þjálfarar: Daði Berg leikmaður meistaraflokks, Ingvar Hrafn leikmaður drengja/unglingaflokks og Snædís Birna þjálfari stúlknaflokka hjá ÍR.

Æfingar hefjast þriðjudaginn 6. júní.

 

Hægt er að skrá sig til þáttöku á annan mánuðinn eða báða.  Verð er 10.000 kr. pr. mánuð.

Hægt er að skrá sig á námskeiðin hér

 

korfubolti-mynd

 

 

 

 

Knattspyrnudeild ÍR – sumarnámskeið

Knattspyrnuskóli ÍR og JAKO verður starfræktur á ÍR-svæðinu við Skógarsel í sumar fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára (börn fædd 2011 – 2005). Knattspyrnuskólinn hefst mánudaginn 12. júní næstkomandi.

fotbolti

Skólinn er fyrir hádegi frá kl. 9-12. Boðið er upp á gæslu milli kl. 8 og 9 og hægt er að kaupa hádegishressingu að námskeiði loknu.
Í skólanum verður unnið í grunn- og tækniþáttum íþróttarinnar með einstaklingsmiðaða nálgun að leiðarljósi.

Skólastjórar eru Kristján Gylfi Guðmundsson þjálfari 4.og 6. flokks karla og Magnús Þór Jónsson þjálfari 5.flokks karla og markmannsþjálfari meistaraflokka.
Áhersla verður lögð á að iðkendur snerti boltann oft, að þeir venjist boltanum, knattstjórnun, snúninga, móttöku, sendingar, spilæfingar, skotæfingar og ýmsar aðrar tækniæfingar. Megináhersla er lögð á æfingar með bolta þannig að iðkendur bæti alhliða knattfærni sína.
Í knattspyrnuskólanum verður iðkendum skipt í hópa eftir aldri, reynslu og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. Knattspyrnuskólinn hentar því bæði byrjendum og lengra komnum.
Við hvetjum pilta og stúlkur til þess að mæta á námskeið sumarsins enda alltaf gleði og gott veður á ÍR-vellinum. Þátttakendur á námskeiðunum mæta með sitt eigið nesti. Brýnt er fyrir foreldrum að senda börnin með hollt og gott nesti. Aðstaða til að matast er í ÍR-heimilinu.
Hverju námskeiði lýkur með uppskeruhátíð þar sem lið taka þátt í EM keppni þar sem öllum iðkendum er raðað jafnt niður í lið sem spila innbyrðis undir merkjum þekktra landsliða.
Hvert námskeið er vika og kostar 6.900 kr. (5.250 fyrir viku 7)

vika 1: 12. -.16. júní

vika 2: 19. -.23. júní

vika 3: 26-30. júní

vika 4: 3.- 7. júlí

vika 5: 10. – 14.júlí

vika 6: 17. – 21.júlí

vika 7: 8. – 11.ágúst

vika 8: 14. – 18.ágúst

 

Hægt er að skrá sig á námskeiðin hér

 

Karatedeild ÍR – sumarnámskeið

Boðið verður upp á sumarnámskeið í karate í Undirheimum í íþróttahúsinu Austurbergi. Námskeiðið er frá mánudag til föstudags milli kl: 09 til kl: 12. Verð fyrir eina viku er kr: 6.500.

Skráning á heimasíðu www. ir.is. Upplýsingar og aðstoð við skráningu í síma: 587 7080.

 (sjá einnig facebook -síðu karatedeildar ÍR)                                                                         

Námskeiðsvikur:

  1. 12 júní ­­-16 júní.
  2. 19 júní – 23 júní.
  3. 26 júní – 30 júní. **Fleiri vikur auglýstar síðar**

Tilvalið tækifæri til að kynnast þessari einstöku íþrótt, Shito Ryu karate sem  þykir miðlungsharður og listrænn karatestíll.  Íþróttin er í senn líkamsrækt, bardagaíþrótt, sjálfsvörn og lífsstíll.  Á námskeiðinu verður lögð áhersla á grunnæfingar kihon og kata. Leiðbeinendur: Aron An Ky Hyunh, Mattías B. Montazeri og Kamila Buracwska.

Hægt er að skrá sig á námskeiðin hér

námskeið1

 

 

 

 

 

 

Síðast uppfært: 06.06.2017 klukkan 14:18