• Fimleikanámskeið – sumarið 2018

ÍR fimleikar munu standa fyrir sumarnámskeiði í fimleikum frá 12. júní til og með 31. júlí, að því gefnu að næg þátttaka náist. Verð fyrir námskeiðið er kr. 15.000.- Æft verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 15:30 – 17:00 í Breiðholtsskóla. Námskeiðið er ætlað börnum fæddum 2011-2007. Námskeiðið hentar bæði byrjendum sem og þeim sem hafa áður æft með deildinni. Þjálfarar verða þær Elíana Sigurjónsdóttir og Tiana Ósk Whitworth auk gestakennara.      Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir frida@heilsutorg.is eða í síma 8988798

Hægt er að skrá sig á námskeiðið  hér

  • Handboltaskóli ÍR – sumarið 2018

Haldið í Austurbergi dagana 11. – 22. júní. Fyrir börn fædd 2007-2002.

Á meðfylgjandi hlekk má sjá nánari upplýsingar  Handboltaskóli ÍR

Hægt er að skrá sig á námskeiðið  hér

  • Knattspyrnuskóli ÍR – sumarið 2018

Knattspyrnuskóli ÍR verður starfræktur á ÍR-svæðinu við Skógarsel í sumar. Boðið verður upp á vikunámskeið  frá kl: 9 – 12 fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára, börn fædd 2012-2006. Einnig er boðið upp á gæslu í ÍR- heimilinu milli kl. 8 – 9.

Á meðfylgjandi hlekk má sjá nánari upplýsingar   2018 Sumar knattspyrnuskóli ÍR

Hægt er að skrá sig á námskeiðið  hér

  • Körfuknattleiksdeild ÍR – sumarið 2018

Sumarnámskeið körfuknattleiksdeildar ÍR er fyrir börn fædd 2005–2010 og fara þau fram í Seljaskóla.

Námskeiðin hefjast 11. júní og lýkur 17. ágúst.

Yfirþjálfari er Brynjar Karl Sigurðsson.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið  hér

  • Karateæfingar ÍR – sumarið 2018

Sumaræfingar karatedeildar ÍR fyrir 11 ára og eldri  verða haldnar í ÍR- heimilinu í sumar frá 11. júní til 31. ágúst 2018.

Æfingarnar eru ætlaðar fyrir 11 ára og eldri iðkendur sem eru lengra  komnir í íþróttinni,  ásamt afrekshóp. Þeir sem vilja halda sér í formi fram á haust, geta mætt á æfingar samkvæmt þessari tímatöflu. Mánudagur kl: 19:00 – 20:30, miðvikudagur kl: 19:00 – 20:30, föstudagur kl: 17:00 – 18:30.

Verð fyrir sumarið er kr: 15.000-.

Þjálfari er Vicente Carrasco sími: 866-7568.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið  hér

 

 

 

 

 

Síðast uppfært: 07.06.2018 klukkan 13:58