Pepsí dósPepsímótin eru vikuleg einstaklingsmót haldin í samstarfi við Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Keppt er í fjórum flokkum, raðað eftir meðaltali. Verðlaun eru í boði Ölgerðarinnar fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Mótin eru B mót og fara því inn í meðaltal Keilusambandsins.

Fyrirkomulag mótanna er þannig að leiknir eru fjórir leikir, skipt um brautarpar eftir tvo leiki. Leikmenn færast upp um brautarpar.

Verð fyrir tímabilið 2017 til 2018 er krónur 3.000,- fyrir hverja umferð. Upphitun hefst stundvíslega kl. 19:00. Keilarar skrá sig til móts í afgreiðsli Keiluhallarinnar Egilshöll rétt fyrir mót (Pepsí mótin komin í sumarfrí þar til um miðjan ágúst 2018.

Sjá nánar í reglugerðum um keilumót

Til baka í keilumót

Síðast uppfært: 14.05.2018 klukkan 10:49