Shito Ryu stílinn er kenndur hjá karatedeild ÍR. Shito Ryu er einn af fjórum mismunandi karatestílum sem eru viðurkenndir í Japan og af Alþjóða karatesambandinu. (WKF). Karate hentar iðkendum á öllum aldri. Íþróttin er í senn líkamsrækt, bardagaíþrótt, sjálfsvörn og lífsstíll. Í öllum karatestílum er íþróttinni skipt í þrjá hluta: kihon, kata og kumite.

Kihon eru grunnæfingar. Styrktaræfingar, grunnhreyfingar, spörk, högg og varnir.

Kumite er frjáls bardagi milli tveggja iðkenda

Kata er grunnæfingar eftir fyrirfram gefnum reglum og bardagi við ímyndaðan andstæðing.

Kata og kumite eru sjálfstæðar keppnisgreinar.

Í Shito Ryu karate eru fimm grundvallar reglur:

  1. Gerðu alltaf þitt besta
  2. Vertu kurteis og sýndu mannasiði
  3. Leitastu stöðugt við að bæta þig og vaxa.
  4. Vertu skynsamur og hagsýnn
  5. Finndu sátt og frið daglega.

Shito Ryu þykir miðlungsharður og listrænn karatestíll.

 

Síðast uppfært: 04.05.2017 klukkan 21:15