Stjórn karatedeildar

Þjálfari deildarinnar er Vicente Carrasco – 866 7568-

Samskiptasíða fyrir foreldra og iðkendur: karatedeild ÍR

Gjaldkeri  Agnieszka Buraczewska – 869 4639 – aagnes13(hjá)gmail.com

Shito Ryu Karate

Shito Ryu stílinn er kenndur hjá karatedeild ÍR. Shito Ryu er einn af fjórum mismunandi karatestílum sem eru viðurkenndir í Japan og af Alþjóða karatesambandinu. (WKF). Karate hentar iðkendum á öllum aldri. Íþróttin er í senn líkamsrækt, bardagaíþrótt, sjálfsvörn og lífsstíll. Í öllum karatestílum er íþróttinni skipt í þrjá hluta: kihon, kata og kumite.

Kihon eru grunnæfingar. Styrktaræfingar, grunnhreyfingar, spörk, högg og varnir.

Kumite er frjáls bardagi milli tveggja iðkenda

Kata er grunnæfingar eftir fyrirfram gefnum reglum og bardagi við ímyndaðan andstæðing.

Kata og kumite eru sjálfstæðar keppnisgreinar.

Í Shito Ryu karate eru fimm grundvallar reglur:

  1. Gerðu alltaf þitt besta
  2. Vertu kurteis og sýndu mannasiði
  3. Leitastu stöðugt við að bæta þig og vaxa.
  4. Vertu skynsamur og hagsýnn
  5. Finndu sátt og frið daglega.

Shito Ryu þykir miðlungsharður og listrænn karatestíll.

 

Karatestarfið veturinn 2016-2017.

Á fyrsta bikarmóti vetrarins sem haldið var í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja helgina 01.10.-02.10.2016. lentu  keppandur frá karatedeild ÍR í verðlaunasætum og söfnuðu stigum fyrir mótaröðinna.

Á Íslandsmeistaramót unglinga í kumite 22. 10. 2016. sem haldið var í Fylkissetrinu í Norðlingaholti, tóku þátt átta keppendur frá Karatedeild ÍR og fimm þeirra komust á verðlaunapall. Þar landaði Karatedeild ÍR sinnum fyrsta Íslandsmeistaratitli í kumite og silfurverðlaunum í sama þingdarflokki. Annar fékk silfur og tveir keppendur fengu bronsverðlaun í sitthvorum þingdarflokknum.

Á Íslandsmeistaramóti  fullorðinna í Kumite sem var haldið var 19.11.2016 í Fylkissetrinu í Norðlingaholti. tóku þátt tveir keppendur frá karatedeild ÍR og lentu þeir báðir í verðlaunasætum, annar fékk silfur og hinn brons í sama flokki

Karatedeild ÍR hélt í fyrsta sinn opið kumitemót fyrir börn sjö til tólf ára í ÍR heimilinu 12.11.2016. Um fimmtíu börn tóku þátt frá fjórum félögum.

Karatesamband Íslands valdi iðkenda frá karatedeild ÍR sem besta karatemann ársins 2016 í karate. Hann þykir jafnvígur í keppni í kata og kumite og er í verðlaunasætum bæði í unglinga- og fullorðinsflokkum

Reykjavík International Games var haldið í 10. sinn. 26.02 – 05.02.2017. Karatehluti RIG fór fram þann 05.02.2016. í Frjálsíþróttahöllinni Laugardal. Keppendur frá karatedeild ÍR voru  fimm og komust þrír þeirra á verðlaunapall og tveir í fleiri en einni keppnisgrein. Tveir fengu gull, þrír silfur og einn brons.

Karatestarfið veturinn 2015-2016.

Þann 14. september 2015 var stofnuð til reynslu karatedeild ÍR af þjálfara, foreldrum og áhugafólki um karateíþróttina. Starfið er tilraunaverkefni og liður í að efla íþróttaframboð ÍR í Breiðholti. Karatestarfið fór vel af stað. Iðkendur voru ýmist byrjendur eða lengra komnir bæði í flokki barna, unglinga og fullorðinna. Haldin voru æfingarmót í kata og kumite ásamt gráðuprófum. Iðkendur voru áhugasamir og stóðu sig vel bæði á æfingum og í keppni.

Á Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite sem haldið var í Fylkissetrinu í Norðlingaholti 25.10.2015. Tóku þátt þrír keppendur frá karatedeild ÍR sem lentu allir í þriðja sæti í sínum aldursflokki.

Á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í Kumite sem haldið var í Fylkissetrinum í Norðlingaholti 14.11.2015 lentu allir keppendur í verðlaunasætum og lönduðu fyrsta Íslandsmeistaratitli ÍR í karate í fullorðinsflokki og liðakeppni karla, tveir fengu silfur og tveir brons, ásamt því að ÍR varð í öðru sæti í heildarkeppni félaga.

Reykjavík International Games var haldið í 9. sinn daganna 21.-31.01.2016. Karatehluti RIG fór fram í Frjálsíþróttahöllinni Laugardal 30. janúar 2016. Keppendur frá karatedeild ÍR voru þrír og komust þau öll á verðlaunapall. Í úrslitum í kata junior karla voru báðir keppendur frá karatedeild ÍR. Í  kata youth og kumite youth kvenna lenti keppandi frá ÍR í 3. sæti í báðum flokkum.

Á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í kata sem haldið var í Smáranum Kópavogi 20. febrúar 2016 lenti karatedeild ÍR í þriðja sæti félaga í bæði unglinga- og barnaflokki og lönduðu tveimur Íslandsmeistaratitlum í unglingaflokki. Einnig fengu þrír silfur og fjórir brons í einstaklingsflokki barna og unglinga. Í hópkata unglinga silfurverðlaun. Tveir hópar í barnaflokki fengu brons og einn hópur í unglingaflokki.

Á þriðja og síðasta bushidormóti vetrarins þann 23.04.2016 urðu þrír unglingar frá karatedeild ÍR Bushidomeistarar veturinn 2015-2016 í sínum aldursflokki og félagið eignaðist Bikarmeistara karla i karate 2016. Bikarmeistari verður sá einstaklingur sem er stigahæstur í samanlögðum báðum keppnisgreinum, kata og kumite, eftir þrjú bikarmót.

 

 

 

 

 

Síðast uppfært: 07.04.2017 klukkan 20:22