Íþróttaskólinn er í boði einu sinni í viku, haustönn frá september til desember og vorönn frá janúar til maí, ár hvert. Skólinn hefur aðsetur í íþróttahúsi Breiðholtsskóla og ÍR heimilinu. Best er að börnin séu berfætt og í þægilegum bol og buxum, ekki er þörf á sérstökum íþróttafatnaði. 2-3 ára börn eru saman í hóp og 4-5 ára saman.

Í Íþróttaskólanum eru leystar ýmsar þrautir þar sem börnin reyna á jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu, líkamlegan þroska sem og félagslegan. Þau læra að bera virðingu fyrir öðrum og vinna saman. Skynfærin þarf einnig að örva og samhæfa og í leikfimi sem þessari reynir á þau öll.

Vorönn 2018:

2-3 ára Breiðholtsskóli, laugardaga frá klukkan 9:30 – 10:15. Tímabil 13.01.2018 – 12.05.2018.  Verð fyrir önn 14.000.-

4-5 ára Breiðholtsskóli, laugardaga frá klukkan 10:15 – 11:00. Tímabil 13.01.2018 – 12.05.2018. Verð fyrir önn 14.000.-

2-5 ára ÍR heimilið, laugardaga frá kl. 11:00 – 11:45. Tímabil 13.01.2018 –  12.05.2018. Verð fyrir önn 14.000.-

 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðunni undir flipanum æfingatöflur og gjöld.

 

Síðast uppfært: 23.01.2018 klukkan 15:58