Sumarnámskeið ÍR graphic

Sumarnámskeið ÍR

13.04.2017 | höf: Brynja Guðmundsdóttir

Undirbúningur fyrir sumarnámskeið 2017 er í fullum gangi. ÍR mun bjóða upp á sín vinsælu „ SUMARGAMAN“ námskeið  fyrir aldurshópinn 6-9 ára.

Námskeiðin hefjast mánudaginn 12. júní og standa fram í ágúst. „ SUMARGAMAN“  eru bæði heilsdags og hálfsdags námskeið. Hægt verður að velja um hálfs dags námskeið fyrir og eftir hádegi og standa námskeiðin yfir í eina viku í senn. Þá verður boðið upp á heitan mat í hádeginu, gegn gjaldi og gæslu frá 8:00-9:00 og frá 16:00-17:00.

Á námskeiðunum geta börnin valið um tvær brautir: Annars vegar Lista- og sköpunarbraut sem samanstendur af hreyfingu og útiveru, leikjum, göngutúrum, hjólaferðum, ævintýradögum, sönglist, föndurdögum, sundferðum, bæjarferðum, upplýsingaferðum og dansi og hins vegar af Íþróttabraut sem samanstendur af frjálsíþróttaþjálfun, fimleikaþjálfun, handboltaþjálfun, knattspyrnuþjálfun og körfuknattleiksþjálfun.

Fjölbreytt úrval annarra íþróttanámskeiða verða einnig í boði hjá ÍR í sumar.

Nánari upplýsingar um þessi námskeið munu birtast á vef og facebook síðu ÍR innan tíðar.

 

sumargaman ír 1sumargaman ír 4sumargaman ír 2sumargaman ír 3