Árleg úthlutun úr Magnúsarsjóði, menntunar- og afrekssjóði ÍR fer fram í byrjun júní. Opið er fyrir umsóknir til og með 31. maí 2017 og skal þeim skilað til Þráins Hafsteinssonar íþróttastjóra ÍR á skrifstofu félagsins.    Umsækjendum er bent á að fylla út sérstakt umsóknareyðublað sjóðsins sem fylgir hér neðst í fréttinni.

Sjá nánar um markmið sjóðsins:

  1. gr.

Markmið sjóðsins er að:

  1. Veita afreksfólki í öllum deildum innan ÍR styrk vegna æfinga og/eða keppni og búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína.
  2. Veita styrk til þess íþróttafólks sem valið er til æfinga eða keppni sbr. 3. gr.
  3. Veita þjálfurum og leiðbeinendum sem starfa á vegum ÍR styrk til að sækja viðurkennd þjálfaranámskeið og/eða aðra menntun sem eflir þá í starfi.

Stuðningur við þjálfara til endurmenntunar er hvetjandi fyrir viðkomandi m.a. til að halda áfram vinnu sinni fyrir félagið.

 

3.gr.

Úthlutun – skilyrði

Aðeins þeir aðilar sem iðka eða þjálfa innan vébanda ÍR geta sótt um í sjóðinn. Til þess að fá styrk úr sjóðnum verður íþróttafólk innan ÍR að hafa sannað sig í sinni íþróttagrein hjá félaginu og verða um leið að sýna þann áhuga sem þarf til að ná auknum árangri og vinna af heilum hug fyrir félagið. Í einstaklingsíþróttum þarf iðkandinn að hafi unnið til verðlauna á Íslandsmóti eða öðrum sambærilegum mótum í sínum aldursflokki.  Iðkandi í hópíþrótt þarf a.m.k. að vera í æfingahópi meistaraflokks, eða vera í landsliðsúrtaki í sínum aldursflokki. Þjálfarar þurfa að búa að góðum faglegum grunni, mikilli reynslu og sýna mikinn áhuga og metnað á þjálfun.

Magnúsarsjóður

 

 

X