Æfingar, frístundaheimili og strætó
Haust 2016 og vor 2017

ÍR-ungar

Öllum börnum í Breiðholti sem fædd eru 2009 og 2010 (1.-2. bekkur) stendur til boða að æfa
sex mismunandi íþróttagreinar hjá ÍR fyrir eitt og sama gjaldið kr. 22.000 á vorönn 2017.
Þau geta jafnframt fært sig á milli íþróttagreina að vild og æft eins oft og þau vilja.

Æfingarnar

Flestar æfingar ÍR-unga verkefnisins fara fram á milli kl. 15:00-17:00 á virkum dögum í
íþróttahúsinu við Austurberg. Æfingatöfluna má sjá undir æfingatöflur og gjöld.

Frístundaheimilið

Sérstakt frístundaheimili á vegum SFS er rekið í íþróttahúsinu við Austurberg (Undirheimum)
fyrir þátttakendum ÍR-unga. Þar stendur þeim til boða hefðbundið frístundastarf fyrir eða
eftir æfingu á tímabilinu 15:00-17:15 á virkum dögum. Inngangurinn er þar sem gengið er inn í
Breiðholtslaug.
Nafn og sími umsjónarmanns frístundaheimilisins: Aron Freyr, gsm: 695-5136
Tilvalið er að hafa barnið á frístund þá daga sem það fer á æfingar upp í Austurberg.
Nánari upplýsingar um gjaldskrá má finna á vef frístundaheimilanna www.miberg.is og á
www.reykjavík.is

Strætóinn (Hringferð á milli æfingastaða í Breiðholti)

Breiðholtsstrætó þjónar ÍR-ungum. Vagninn leggur af stað kl.14:20 frá Seljaskóla og kemur við að eftirtöldum stöðum:

14:10 – Íþróttahús Seljaskóla
14:15 – Hólmasel
14:20 – Ölduselsskóli (bílaplan fyrir framan skólann)
14:25 – ÍR-heimili
14:30 – Breiðholtsskóli (sundlaug)
14:40 – Austurberg íþróttahús
14:45 – Íþróttahús Seljaskóla
14:50 – Hólmasel
14:55 – ÍR-heimili

Starfsmaður Undirheima fylgir börnunum í vagninum. Þau börn sem ætla á æfingar sem hefjast kl.16:00 í Austurbergi, fara einnig með vagninum og eru í hefðbundinni starfsemi í frístundaheimilinu fram að æfingu. Þau sem fara á æfingu kl.15:00 í Austurbergi enda daginn í frístundastarfi.
Foreldrar sækja síðan börnin upp í Austurberg (Undirheima) að degi loknum.

Frídagar ÍR-unga

Breiðholtsstrætó ekur frá og með 05. september 2016. Þegar vetrarfrí er í skólum: Upplýsingar koma síðar

Engar æfingar, akstur eða frístundaheimili fyrir ÍR-unga á eftirtöldum dögum: Upplýsingar koma síðar

 

Síðast uppfært 5.12.2016

Síðast uppfært: 25.01.2017 klukkan 15:45