Frá og með 1. september mun ÍR bjóða börnum í 3.-4. bekk grunnskóla að iðka tvær íþróttagreinar á sérkjörum í ÍR TVENNU. 30% afsláttur verður reiknaður af æfingagjöldum beggja greina. Afslátturinn reiknast sjálfkrafa í skráningarkerfinu þegar seinni greinin er valin í ÍR TVENNU. Tíu íþróttagreinar eru í boði og hafa iðkendur frjálst val um að velja tvær af þeim.
KEILA – KÖRFUBOLTI – KNATTSPYRNA – HANDBOLTI – SKÍÐI – FRJÁLSAR – FIMLEIKAR – JÚDÓ – KARATE – TAEKWONDO
Með ÍR UNGUM og ÍR TVENNU tekur ÍR forystu meðal íþróttafélaga landsins og býður upp á einstakt tækifæri fyrir börn í 1.-4. bekk grunnskóla, til að prófa sig áfram í íþróttum þar sem þau finna sína uppáhaldsíþrótt.
Hægt er að skrá sig HÉR
Sérstakt frístundaheimili á vegum Reykjavíkurborgar er rekið í íþróttahúsinu við Austurberg (Undirheimum) fyrir meðal annars ÍR UNGA og ÍR TVENNU. Þar er rekið hefðbundið frístundastarf fyrir og eftir æfingar milli 15:00-17:15 á virkum dögum gegn gjaldi.
Strætóinn (Hringferð á milli æfingastaða í Breiðholti)
Breiðholtsstrætó þjónar ÍR-ungum. Vagninn leggur af stað kl.14:10 frá Seljaskóla og kemur við að eftirtöldum stöðum:
14:10 – Íþróttahús Seljaskóla
14:15 – Hólmasel
14:20 – Ölduselsskóli (bílaplan fyrir framan skólann)
14:25 – ÍR-heimili
14:30 – Breiðholtsskóli (sundlaug)
14:40 – Austurberg íþróttahús
14:45 – Íþróttahús Seljaskóla
14:50 – Hólmasel
14:55 – ÍR-heimili
Síðast uppfært: 24.08.2018 klukkan 15:00