gamlarshlaup01Gamlárshlaup ÍR fer fram í 42. sinn á gamlársdag og að þessu sinni verður auk 10 km hlaups boðið upp 3 km skemmtiskokk. Hlaupið hefst kl. 12 frá Hörpunni. Gamlárshlaup ÍR er einn stærsti hlaupaviðburður landsins og ríkir ávallt mikil stemning í hlaupinu þar sem þátttakendur mæta bæði með gleðina og metnaðinn í farteskinu. Hefð er fyrir því að hlauparar mæti í búningum sem setja skemmtilegan svip á hlaupið og eru veitt verðlaun fyrir bestu búningana. Jafnframt verður veittur fjöldinn allur af flottum útdráttarverðlaunum.

Facebook Skráning Leiðin

Tími og staðsetning

Hlaupið er haldið á gamlársdag 31. desember og er ræst stundvíslega klukkan 12:00 frá Hörpunni. Rásmarkið er á Sæbrautinni fyrir utan Hörpuna. Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnisstað og hafa hugfast að það getur tekið tíma að leggja bílum í miðbæ borgarinnar. Ráðlagt er að leggja í bílastæði Hörpunnar meðan rúm leyfir.

Skráning og afhending gagna

Forskráning er á hlaup.is til miðnættis 30. desember. Þátttökugjaldið hækkar eftir miðnætti föstudaginn 29. desember (hærra gjald 30. desember) og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig tímanlega á hlaup.is. Forskráning fer jafnframt fram í ÍR heimilinu laugardaginn 30. desember á milli kl. 14:00 og 17:00.

Skráning á hlaupadag. Unnt er að skrá sig á hlaupadag í Hörpunni frá kl. 9:30-11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup, keppendur eru vinsamlegast beðnir um að virða tímamörkin.

Afhending gagna. Forskráðir geta sótt gögnin sín í ÍR heimilinu, Skógarseli 12, laugardaginn 30. desember á milli kl. 14:00 og 17:00.

Afhending gagna á hlaupdegi. Gögn verða afhent í Hörpunni á hlaupdag á milli kl. 09:30 og 11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að virða þau tímamörk.

Þátttökugjöld

1. sept – 29. des
30. des – 31. des

3 km skemmtiskokk, 15 ára og yngri
Medalía
800 kr
800 kr

3 km skemmtiskokk, 16 ára og eldri
Medalía
1.600 kr
2.100 kr

3 km skemmtiskokk, 16 ára og eldri
Án medalíu
1.100 kr
1.600 kr

10 km, 15 ára og yngri
Medalía
1.100 kr
1.600 kr

10 km, 16 ára og eldri
Medalía
2.400 kr
3.300 kr

10 km, 16 ára og eldri
Án medalíu
1.900 kr
2.800 kr

Vegalengd og leiðin

3 km skemmtiskokk og 10 km. 10 km hlaupaleiðin er löglega mæld og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Rásmark í 3 km og 10 km er á syðri akrein Sæbrautar fyrir framan Hörpuna.  Í 3 km hlaupinu er hlaupið austur Sæbraut 1,5 km og snúið við til baka að Hörpunni. Endamarkið er á planinu fyrir framan Hörpuna. Í 10 km hlaupinu er hlaupið eftir syðri akrein austur að Holtavegi. Við Holtaveg er tekinn snúningur á akreininni og sama akrein hlaupin áfram að gatnamótum Sæbrautar og Sægarða, en þar er skipt yfir á norður akreinina í átt að Hörpu. Tekin er lykkja niður í Klettagarða og aftur upp á nyrðri akrein Sæbrautar áfram í mark við Hörpuna. [PDF – kort]

Kílómetrar og beygjur eru vel merkt með keilum, flöggum og umferðarmerkjum. Starfsmenn hlaupsins munu vakta alla helstu staði. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér leiðina vel, m.a. hér á síðunni og í Hörpunni á keppnisdegi.

Tímataka og birting úrslita

3 km skemmtiskokk

Ekki er formleg tímataka í 3 km skemmtiskokki þ.e. enginn skráður tími en þátttakendur geta séð tímann sinn á markklukku þegar þeir koma í mark.

10 km

Hver hlaupari færi tímatökuflögu með sínum skráningargögnum. Án flögu fæst enginn tími og flagan virkar eingöngu sé hún fest á skó. Skila þarf tímatökuflögum eftir hlaup. Flögutími gefur nákvæman persónulegan árangur hlaupara, óháð hve aftarlega í hópnum hann var við ræsingu. Einnig er tekinn tími frá því að startskot ríður af, sem kallast byssutími en það er sá tími sem gildir í keppninni og úrslit eru ákvörðuð út frá honum eins og alþjóðlegar reglur um lögleg götuhlaup segja til um.

Tímatöku og brautarvörslu lýkur 90 mínútum eftir að hlaupið er ræst, kl. 13:30. Umferð verður hleypt á Sæbraut kl. 13:15 og verða hlauparar að sýna aðgát eftir þann tíma. Úrslit verða birt í rauntíma á timataka.net auk þess sem tímar verða sendir í sms-i til hlaupara. Úrslit fyrir verðlaunasæti eru staðfest við verðlaunaafhendingu en að öðru leiti telst birting úrslita á timataka.net sem lögleg birting á úrslitum.

Athugið. Samkvæmt reynslu síðustu ára geta komið upp villur í fjölmennu hlaupi einsog Gamlárshlaup ÍR sem þarf að lagfæra t.d. vegna þess að tímatökuflögur hafa ruglast milli fólks eða önnur mannleg mistök. Í langflestum tilvikum þá leysast slíkar villur og eru endanlega leiðrétt úrslit birt eigi síðar en miðnætti 3. janúar 2017 á timataka.net og hlaup.is. Ábendingar um villur eða ef tíma vantar skal senda á hlaupstjóra eigi síðar en miðnætti 2. janúar með upplýsingum um nafn, kennitölu, hlaupanúmer og áætlaðan tíma og við reynum að lagfæra úrslitin sem allra fyrst. Einnig er gott að fá upplýsingar um einhverja sem þú þekkir og komu á svipuðum tíma í markið

Drykkjarstöðvar

Drykkjastöðvar eru fyrir þátttakendur í 10 km hlaupinu við km 5 þar sem boðið er upp á vatn og Powerade. Að loknu hlaupi eru vatn og Powerade í boði fyrir alla þátttakendur.

12469582_1665980776975056_6980647384123226_oAldursflokkar

Keppt er í 8 flokkum karla og kvenna (alls 16 flokkar):

15 ára og yngri
16 -18 ára
19-29 ára
30-39 ára
40-44 ára
45-49 ára
50-54 ára
55-59 ára
60 ára og eldri

Verðlaun og verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending fer fram í Hörpunni kl. 13:00.

Þátttakendur yngri en 15 ára fá þátttökuverðlaun, en öðrum gefst kostur á að kaupa þátttökupening samhliða skráningu. Þátttökupeninga þarf að vitja inni í Hörpu að loknu hlaupi.

Þátttakendur sem hljóta útdráttarverðlaun eru lesnir upp við verðlaunaafhendingu.

  • Veitt eru verðlaun fyrir þrjá fyrstu í mark í karla- og kvennaflokki í 10 km hlaupinu.
  • Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í mark í öllum aldursflokkum í 10 km hlaupinu
  • Veitt eru verðlaun fyrir besta karl- og kvenbúninginn auk verðlaun fyrir besta búningaþema hóps.
  • Veitt búningaverðlaun fyrir börn yngri en 15 ára sem tóku þátt í skemmtiskokkinu.

Reglur

Í götuhlaupum á vegum Frjálsíþróttadeildar ÍR gilda reglur alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF um götuhlaup sem sjá má á vef Frjálsíþróttasambands Íslands og reglur FRÍ um framkvæmd götuhlaupa. Til viðbótar við þær reglur gilda einnig reglur frjálsíþróttadeildar ÍR um götuhlaup á vegum félagsins og eiga þátttakendur að kynna sér þær hér [hér].

Salerni og fatageymsla

Í Hörpunni verður aðstaða til þess að geyma fatnað auk salerni. Geymsla fyrir fatnað er staðsett í herbergi hægra megin inn ganginn við skráningarborðin. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði sem skilinn er eftir í geymslunni, annars staðar í Hörpunni né á hlaupaleiðinni.

Aðrar upplýsingar

Þar sem um götuhlaup er að ræða og umferð er mikil á hluta leiðarinnar eru þátttakendur beðnir að sýna varúð. Brautarvarsla verður við gatnamót þar sem umferð er þyngst. Mælst er til þess að öryggisástæðum að þátttakendur noti ekki iPod eða önnur álíka tæki í hlaupinu. Einnig er mælst til þess að þátttakendur hlaupi ekki með hlaupakerrur eða álíka (baby joggers). Að gefnu tilefni þá eru börn ávallt á ábyrgð foreldra hvort heldur í 3 km skemmtiskokki eða 10 km hlaupinu.  Börn yngri en 10 ára ættu ekki að hlaupa án fylgdar.

Frekari upplýsingar

Hlaupstjóri: Inga Dís Karlsdóttir (ingadis@gmail.com)
Frjálsíþróttadeild ÍR: irfrjalsar@gmail.com

New Year’s Eve 10 K run and 3 k fun run in Iceland!

gamlarshlaup01Every year the ÍR track and field club of Reykjavik celebrates the end of the year with its New Year´s Eve 10K run on December 31st. The annual 10 K run held in downtown Reykjavík attracts both elite runners as well as recreational runners of all ages. It has become a tradition for runners in Iceland to end the year with this fast course 10K run. Many participants dress up and run in costumes and a special prize is awarded to the most unique costume. This year there will also be a 3 km fun-run. Many runners from abroad participate in this 10K run and then enjoy the unique bonfires and spectacular fireworks in Iceland on New Year´s eve.

Facebook Registration Route map

Date and Time

December 31st 2017 at 12:00 at noon.

Location

The start is at Sæbraut outside of Harpa – Reykjavik Concert Hall and Conference Center.

Registration & Number Pickup

Registration will be through the internet at www.hlaup.is until midnight on the 30th of December. Runners are encouraged to register through the internet as the fee increases on race day. Registration will be open on race day in Harpa from 9:30 AM until 11:00 AM.

Runners who pre-register can pick up their registration package on the 30th of December at ÍR, Skógarsel 12, 112 Reykjavík from 14:00 PM – 17:00 PM. All other runners must pick up their registration package in Harpa prior to the run on December 31st from 9:30 AM -11:10 AM.

Entry Fees

1. sept – 29. dec
30. dec – 31. dec

3 km, 15 years og younger
Medal incl.
800 ISK
800 ISK

3 km, 16 years and older
Medal incl.
1.600 ISK
2.100 ISK

3 km, 16 years and older
No medal
1.100 ISK
1.600 ISK

10 km, 15 years and younger
Medal incl.
1.100 ISK
1.600 ISK

10 km, 15 years and older
Medal incl.
2.400 ISK
3.300 ISK

10 km, 15 years and older
No medal
2.400 ISK
3.300 ISK

Distance & Route map

10 km and 3 km fun-run without timing.

The race start and finishline is at Harpa – Reykjavik Concert Hall and Conference Center. The 3 km fun run has the same start and finish line as the 10 km race. After 1,5 km on the course there will be a U-turn back to the finish line. PDF – map

Timing

Chip timing for the 10 km race. The chips must be returned after the race. Real time results http://www.timataka.net/gamlarshlaup2017/

No official timing in the 3 km fun race.

Refreshments

There will be one drinking station at ca. km 5 offering our pure Icelandic water.
There will also be refreshments after the race.

12469582_1665980776975056_6980647384123226_o

Age categories

There are 8 age division for men and women

15 years and younger
16-18 years old
19-29 years old
30-39 years old
40-44 years old
45-49 years old
50-54 years old
55-59 years old
60 years old and older

Prize & Prize Ceremony

All participants 15 years old and younger receive a medal. First 3 male and female runners receive a medal and as well as the first runner in each age category both male and female. Special prize is awarded for the best costume.

All children 15 years of age and younger receive a medal and older who paid for medal when registering. First 3 male and female runners receive a medal. In addition the first Icelandic male and female runners. First runner in each age category both male and female.

All participants are elegible for surprize give away prizes that will be handed out at the price ceremony.

The price ceremony will take place in Harpa at 13:00.

Cloathing Storage & Restrooms

The restrooms are located in Harpa. You can leave your clothing at Harpa during the race but the organizers do not take any responsibility for them.

Other information

All participants must have their bib number fastened to their front and visible at all times. This is a street race and some traffic throughout the course so runners are asked to be cautious. There will be aids at all the big intersections throughout the course. Due to security participants are asked not to run with an iPod or any other music players. Also runners are not allowed to have a baby carriage or a baby jogger in the race.

Further information

Race Director: Inga Dís Karlsdóttir ingadis@gmail.com

Organizer ÍR track and field club: irfrjalsar@gmail.com

Síðast uppfært: 13.12.2017 klukkan 22:42