ÍR heldur á hverju ári fótboltamót fyrir 7. og 6. flokk karla.

Hlynsmótið er haldið í Egilshöllinni á sumardaginn fyrsta fyrir 7. flokk karla. Dominosmótið 2018 verður haldið á ÍR vellinum laugardaginn 12. maí fyrir 6. flokka karla.

 

Hlynsmótið er minningarmót um leikmann ÍR og þjálfara 7. flokks karla hjá ÍR, Hlyn Þór Sigurðsson sem varð bráðkvaddur langt fyrir aldur fram, einungis 18 ára gamall þann 25. nóvember 2009.

Hlynsmótið verður haldið í Egilshöll á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl 2018

Fyrirkomulag mótsins og leikreglur

 

Dominosmótið verður haldið á æfingavæði ÍR, laugardaginn 12. maí 2018

Síðast uppfært: 11.02.2018 klukkan 14:31